föstudagur, desember 31, 2004

Nohh það er bara komið að því! 2005!!!


Ég er bara ekki að ná þessu... annars er bara stuð í vinnunni eða þannig. Bara 4 tímar eftir...hehehe.

Jæja hvað ætlar pakkið svo að bralla í kveld? Sjálf mun ég snæða heima í Kópavogi ásamt velvöldum fjölskyldumeðlimum.... því næst mun ég halda fyrir miðnætti í teiti í Kringlunni (húsin ekki verslunarmiðstöðin). Þar munum við familían brenna fullt af peningum í formi ljósa. Um 12 leytið kyssir maður alla í 10 metra radíus og sýpur á freyðivíni. Drykkja heldur áfram þar til bílstjóri minn a.k.a. Þórunn ákveður að komið sé nóg en þessi drykkja mun fara fram víðsvegar um höfuðborgarsvæðið í hinum ýmsu teitum. Allir sem vilja að ég heiðri þá með nærveru minni sendið umsókn í síma 693-7206 og mun ígrunda þær umsóknir gaumgæfilega.

Sjáumst hress og kát árið 2005!


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara að tjekka hvort þetta apparat virkar.... HÞ