mánudagur, maí 30, 2005

það er bara komið að því!

Jáhá! ég er bara ekki að ná þessu. Hmmm maður ætti kannski að fara að klára að pakka og svona... ég meina ég fer eftir nokkra klukkutíma. Ó well etta reddast.

Það mættu fullt af fólki að kveðja mig í tuttugasta skipti í gærkveldi á Players. Þessi kveðjuhátíð er búin að vera svolítið lengi ég viðurkenni það alveg. En maður er svo skemmtilegur þannig það má alveg kveðja mann oft og mörgum sinnum. Svo er ég held ég búin að bjóða allri íslensku þjóðinni að koma í heimsókn og gista í stóru stóru stóru íbúðinni minni.

Ég átti mega aulahroll um helgina.... úff fæ enn hroll /hrollur/. Málið er þannig ég fór í útskriftarveislu til Írisar og það var aaaaaðeins drukkið. Jæja Hrebbna kemur heim um 2 og fer að lúlla. Voðalega gaman í draumalandi og man ekki hvaða þvælu mig var að dreyma en allt í einu hringir síminn. Hrebbna var aðeins of föst í draumaheimi en nær ekki að svara... þess í stað lítur hún á klukkuna og sér að klukkan er sex. SHIT! OMG! Ég er búin að sofa í allann dag! Hefst þá mikla panikkastið... Ég dríf mig í sturtu, klæði mig og ég veit ekki hvað og hvað. Velti fyrir mér allann tíman hvernig í andskotanum fór ég að því að sofa í 16 tíma. Slíkt hefur ekki gerst síðan ég var á gelgjunni. Svo byrjaði ásökunin... voðalega er fjölskylda mín leiðinleg að vekja mig ekki sérstaklega á síðasta degi mínum á Íslandi og af hverju var ég svona mikill auli að stilla ekki vekjaraklukku. Ég fer upp í eldhús til að ná niður hjartslættinum... lít á klukkuna þar og einhvern veginn finnst mér allt skrítið... hálf súrrealískt. Þá fatta ég að kveikja á sjónvarpinu... merkileg uppgötvun þar. Við erum að tala um klukkan 6 en ekki klukkan 18! 4 tímar af svefn ekki 16! Var reyndar voðalega fegin en shit hvað aulahrollurinn er mikill þegar ég hugsa til þessa. Ég fór barasta aftur að sofa með velstillta vekjaraklukku.

Verið sæl að sinni kæru landar en næsti pistill verður skrifaður í Kóngsins Köben!

laugardagur, maí 28, 2005

Surprise!!!

Krakkarnir skipulögðu surprise-kveðju-partý handa mér í gær. TAKK KÆRLEGA FYRIR MIG! Ég hélt ég væri að mæta til Þórunnar bara til að hitta hana og Kristínu en neibb það mættu barasta flestir úr Díónýsus. Frábært kvöld!

Fórum svo í bæinn... aldrei svo vant þá entist ég barasta helvíti lengi. Jagermeisterinn frá því í gær er ekki að gera góða hluti í dag....

Svo á eftir þá er ég að fara í útskriftarveislu til Írisar... úff meiri drykkja!

Er að setja inn myndirnar þannig tjekkið á því!

föstudagur, maí 27, 2005

Labello

Í gærkvöldi fór ég og hitti félagið Labello. SingStar + Smá Drykkja + skemmtilegt fólk = frábært kvöld! SingStar eru svoooo miklu skemmtilegra þegar maður hefur tvo míkrafóna þá er hægt að fara í allskonar fáranlega leiki. Ég tók nokkrar myndir og mun setja þær á síðuna við tækifæri. En ég verð að viðurkenna ég er soldið hás!

Sjitt sjitt sjitt sjitt! Það er föstudagur og ég fer út á mánudag.... hvað er ég búin að gera??? EKKI RASSGAT!!! Fyrirutan að kveðja fólk....

En annars veit ég ekkert hvað er planið fyrir kvöldið en ég lít á þetta sem síðasta tækifæri að hitta mína ástkæru Díónýsusar félaga...
Annaðkvöld verður Hrebbna víst í útskriftarveislu hjá snillingnum Írisi sem var að klára B.S. í viðskiptalögfræði! Á sunnudag verður svo grillveisla fyrir familíuna svo á mánudag sionara, ciao, au revoir, see ya later, bless!

miðvikudagur, maí 25, 2005

4 Dagar

Shit!!!

Ég ætti kannski að fara að leita að ferðatöskunum mínum... ákveða hvað ég ætla að taka með...

Fór á kaffihús með Hrebbnu, Gimpinu og Önnu í gær... svaka stuð! Fórum á Hressó eitthvað um kl.21.00. Öll borðin í reyk voru upptekin þannig við settumst við borðið sem var fjærst öllu fólki en næst reyknum... neibb máttum samt ekki reykja. En fyndna var það mátti reykja á öllum borðum kl. 22.00 en alls ekki fimm mínútur í tíu! Mér finnst þessar fimm mínútur til eða fá fáranlegar... já ég viðurkenni asnalegt af mér að geta ekki beðið með að reykja þennan eina klukkutíma en ég var ekkert ein. Góður kaffibolli er fullkomnaður með sígarettu, það vita allir! Tala nú ekki um þörfina að reykja ef maður er að drekka hvítvín eða bjór.

Í hádeginu í dag ætla ég að hitta Írisi frænku, lögfræðinginn minn, híhí... ætlum eitthvað gott í lunch. Svo í kveld ætla ég að hitta mínar ástkæru Dísir á Brennslunni. Nóg að gera.... þarf líka að tala aðeins við LÍN og Hagstofuna. hmmm hverju fleiru er ég að gleyma?

þriðjudagur, maí 24, 2005

Styttist og styttist

Jeee dúdda mía... ég held barasta að öll mín föt séu hrein...hver einasti sokkur takk fyrir! Þetta gerist einmitt bara í þeim tilfellum þar sem Hrebbna flytur til útlanda.

Annars fékk ég leigusamninginn sendann í gær... skil ekki alveg það stendur Hrefra Þorisdótter og greinilega að ég búi í Færöerne. Samt er allt annað rétt og svo kíkti ég á umsóknina mína á netinu og hún er líka alveg rétt allavega á ég heima á Íslandi þar. Weird!!!

Helgin er liðin og auðvitað var þetta helgi sem fór í sukk og ölvun. Á föstudag urðu einn bjór að mööööörgum og endaði með að ég var sótt af foreldrum mínum á Hressó......múhahahahahaha ekki alveg þannig þau læstu sig víst úti og ég var komin með nóg þannig ég hélt heim á leið með þeim. Reyndar var svo löng leigubílaröð á laugardagsnóttina að Hrebbna taldi það mjöööög sniðugt að ganga heim til sín. Einum og hálfum tíma seinna er ég komin heim í Kópavoginn...næst þegar ég geng heim af djammi þá mun ég vera í flíspeysu, með húfu, trefil og vettlinga og helst í snjógalla yfir.

laugardagur, maí 21, 2005


Fylgst med júróvisjon med þvílíkum áhuga.
Hrebbna á flippi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Útskriftargellan Helena!
Hrebbna á flippi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, maí 19, 2005

10 dagar

Nú er maður búin að vera í fríi í nokkra daga og verð að segja þetta er ansi ljúft. En núna er allt í einu stressið vegna ferðarinnar að hellast yfir mig.... hvað á ég að taka með... næ ég að gera allt sem ég þarf að gera á 10 dögum?? and so on.... Þetta reddast ég veit það alveg en ég held það sé í eðli mínu að stressast svolítið.

Er á leiðinni núna út á flugvöll að sækja ömmurnar sem eru að koma frá Benedorm. Síjú leiter!

mánudagur, maí 16, 2005


Nokkrir svona í kvöld
Hrebbna á flippi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, maí 15, 2005

Helgin

Þessi helgin hefur verið alveg hreint mögnuð!

Föstudagurinn var æði... var ég búin að segja ykkur að ég er hætt að vinna??? híhíhíhí. Þegar ég var búin að hjóla heim....sem notabene var í rigningu og mótvindi og ég gleypti líklega eitthvað um 30 stk af flugum, var grillveisla hér á vegum Dabba bró. Þar sem ég var nú að fagna ákveðnum tímamótum í lífi mínum fékk ég mér bjór með þeim meðan ég beið eftir fréttum af mínum ástkæru útlendingum. Strákarnir voru að spila actionary og ég verð að segja Montana og Bermuda shorts.... jááááá ekkert svindl....

En loks var kominn tími að fara í bæinn... fór með Hildi,Evu og Krúsa og hitti á Sólon Hrefnu, Ben og Gimpus... og fullt af öðru skemmtilegu fólki. Íris og Hulda komu síðar... Það var mikið rætt og fólk skemmti sér ágætlega....Dabbi bró skemmti sér allavega mjööög vel....híhíhí. Ég því miður hafði lítið úthald þetta kvöld og hélt heim á leið meðan allir voru enn í fullu fjöri.

Í gærkveldi fór ég, Þórunn og Kristín á RossoPomodoro... mæli ekki með staðnum. Maturinn var ekkert góður og það var ekki hægt að tala saman þarna vegna hávaða. Þeir mega þó eiga það hvítvínið var ágætt. Síðan héldum við þrjár heim til Þórunnar og héldum stelpukvöld. Við horfðum á Cinderella Story...drukkum hvítvín... dönsuðum...tókum myndavélaflipp... sungum... lékum við köttinn...ræddum ýmislegt.... híhíhí...mjög skemmtilegt kvöld. Þórunn hækja var alveg á því að fara í bæinn en við hinsvegar bönnuðum henni það.

Ég er komin með spennuhnút í magann af tilhlökkun fyrir flutninginn.

föstudagur, maí 13, 2005

Síðasti vinnudagurinn

Mér hefði ekki órað að þessi dagur kæmi svona snöggt.... síðasti dagurinn minn á þinginu. Dagurinn hefur verið æði. Ég hef fengið fullt af blómum, nammi, popp, og þvílíka kaffiveislu og auðvitað fullt af kveðjum.

Ég vaknaði reyndar allt allt of snemma en það var vegna þess að litli bró var að lenda á Fróninu. Velkomin til Íslands... how do you like Iceland? híhíhí
Hann afhenti mér græjuna mína.... bleikur ipod....svoooooo sætur! Ég er búin að vera að fikta í honum í allann dag. Veistu ég skil bara ekki hvað ég gerði án ipodsins! Ég er líka svo helvíti kúl með hann!

Jæja fyrst ég var vöknuð svona snemma ákvað ég að hjóla í vinnuna... já ok líka þannig að liðið mitt myndi vinna í innanhúskeppninni í Hjólað í Vinnuna sem við gerðum.... með 621 KM og einungis eru 10 manns í þessu liði. Ég tel það alveg helvíti gott!

Ég fékk mega aulahroll í morgun... ég var að hjóla og náttúrulega að testa nýju græjuna. Ok það var eitthvað voða gott lag... og ég VARÐ að syngja með... og ekkert lágt sko. Jæja ég var þarna í öskjuhlíðinni að ég taldi alveg ein með kanínunum. Og er að syngja úr mér lungun... þið vitið ég er ekki þekkt fyrir að vera með fallegustu söngrödd. En allavega ég er alveg að missa mig með dansi og alles... helduru að það hafi ekki einhver gaur næstum hjólað á mig.... ég bara skil ekki af hverju hann horfði svona furðulega á mig, híhí hann hefur eflaust ekki fílað sönginn minn. Ok ég viðurkenni mér brá alveg massíft. Híhíhí!

fimmtudagur, maí 12, 2005

Gleði gleði gleði

Þá er þingið búið og Hrebbna næstum því alveg hætt að vinna. Hætti sko á morgun... Vúhúhúhú! Í tilefni af því að ég er hætt að vinna og flestir búnir í prófum, og fullt af útlendingum eru komnir heim ætla ég að skála í svo sem einum tveimur bjórum annaðkveld... þeir sem vilja taka þátt í skálinni er bent á að hringja í mig.

Ég veit að margir hafa gefist upp á að reyna að ná í mig... enda er síminn hættur að hringja og aldrei fær maður sms... EN PEOPLE I´m baaack!

Það verður massíft að gera í partýstandinu þangað til ég fer út... kannski ég ætti að byrja að æfa mig í kvöld?

Lítur út fyrir að síðustu mánuðir af ömurlegheitum séu að borga sig! Ég hugsa að ég væri ekki svona spennt nema ég vissi að það verður BARA gaman í sumar.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Blööööö

Síðasti þingdagurinn!!!!!!!!!!!!


ég er svoooooo hamingjusöm!!!!!!!!!!!!!!!!!!


en ég hætti samt ekki að vinna fyrr en á föstudag....hikst flöskudag.


vííííííííííííííííííí

þriðjudagur, maí 10, 2005

Rugl

Kvöldið/nóttin endaði í 17.5.... ég er ekki sátt en ég þarf að mæta aftur nákvæmlega 11 tímum eftir ég stimplaði mig út... liggur við hann ætlaðist til að ég mætti eftir skemmri tíma, ég tók það ekki í mál.

Núna er það ræktin... þó ég sé að drepast úr þreytu.
16.5 vinnutìmar telst tetta edlilegt?

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ok ekki snidugt lengur bùin ad hanga h?r ì fimmtàn og hàlfan tìma... Femten og en halvs timer! Enn eru 5 à mælendaskrà &mega tau tala eins lengi og teim hentar

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Still alive

Jáhá 14.5 tímar í vinnunni komnir og enn má búast við að minnsta kosti 4 tímum. Smá þreyta farin að síga á verð ég að viðurkenna. Manni líður helst eins maður sé að taka þátt í maraþonvökukeppni eða einhverju álíka. Ég er orðin stjörf og komin með nett ógeð á umhverfinu. Best að skella sér út í smá göngutúr þá hlýtur maður að vakna aðeins. ÚFF! Ég held ég eigi sko alls ekki eftir að sakna kvölda eins og kvöldinu í kvöld.

By the way ég hætti á föstudag.... ú yeah baby yeah!

mánudagur, maí 09, 2005


Já maður finnur sér eitthvað til dundurs... 13.5 tímar búnir...of mikið eftir!
Hrebbna á flippi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Nokkrir kaffibollar bùnir ekki veitir af... Tòlf og hàlfur tìmi bùnir, slatti eftir!

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Galsi farin ad gera vart vid sig... Ellefu og hàlfur tìmar bùnir enn òvitad um hvad teir verda margir ì heild.

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Góðar fréttir og mega spenningur

Það fer allt að verða klárt. Fékk áðan e-mail þess efnis sem mér er boðið íbúð á kollegie. Ég verð að segja ég fékk nettan sting í magann.... ég er alveg að fara. Já þannig að öllum líkindum mun Hrebbna búa á Öresundskollegie... í stúdíóíbúð.

Nú eru einungis 20 dagar í brottför og síðustu dagarnir í vinnunni. Þvílík tímamót... hvernig ætli allt verði... ætli ég eigi eftir að fíla Köben... ætli ég eigi eftir að fíla skólann.... en hvað með námið....á ég eftir að vera í skemmtilegri vinnu.... á ég eftir að kynnast nýju fólki.... á ég eftir að gefast upp og koma heim strax aftur????

Ekki laust við það að maður sé farin að finna fyrir smá hræðslu en samt góðri hræðslu.

Og fyndna er að mér finnst ég í fyrsta skipti vera á leiðinni út til að búa á einhverjum stað en ekki bara vera þar.... Á Florida var ég bara þar... vissi alltaf að ég myndi enda heima á Íslandi.... í þetta sinn veit ég ekkert hvenær ég kem til með að flytja til Íslands aftur og finnst það fínt.

sunnudagur, maí 08, 2005

VIKA!

ótrúlegt en satt þá líður tíminn rosalega hratt.... sem er bara gott. Ég hætti að vinna eftir viku og gvuð hvað ég verð fegin að ganga burt frá þessu kjaftæði sem maður fær að þola hér.

Ég er alveg að missa mig af spenningi að vera að fara! Þyrfti að fara að ganga frá hlutunum mínum og svona.... það getur beðið þangað til ég er hætt.

En því miður verður þessi vika mjög busy þar sem þetta er loka vika þingsins og því fær maður að dúsa í vinnunni um það bil 16 tíma á dag.

laugardagur, maí 07, 2005

Rannsóknir og heimska mín

Foreldrar mínir voru með matarboð hérna í tilefni af brúðkaupsafmæli sínu þannig ég ákvað að flýja heimilið... Í stað þess að hanga með tvennum hjónum sem voru að fagna 22 árum sem þau hafa verið gift hringdi ég nokkur símtöl og voila mér boðið í mat til Kötlu beib.

Hún eldaði handa mér dýrindis Thai kjúklingarétt.mmmmmm svona á ég eftir að gera í Köben. Við teiguðum smá öl og svona fínerí. Svo komu Atli og Þórunn hækja í heimsókn og við spiluðum Trivial og Popppunkt. Djöööö hvað mér leið eins og ég væri massa heimsk. Mæli ekki með 10 ára gömlu Trivial...

Þórunn ákvað að halda heim til sín en við Katla og Atli ákváðum að halda áfram. Enduðum á Café Kúltúr... þegar okkur var hent út þaðan fattaði ég að bjórarnir væru farnir að segja aðeins til sín og til að forðast það að gera mig að fífli fór ég heim... en ég veit að hinir héldu áfram sínum rannsóknum á næturlífi Reykjavíkur.

Ótrúlegt en satt þá er maður bara massa spræk í dag... er að spæla að nýta mér verðstríðið á geisladiskum og kíkja kannski aðeins í ræktina.

föstudagur, maí 06, 2005

Magga snillingur

Komment dagsins: Ef níu er öfugt sex er hann þá hommi?

fimmtudagur, maí 05, 2005

Ofur dugnaður

Nú er veröldin orðin önnur!

Það gerðist allavega kraftaverk í veröld Hrebbnu! Hún hjólaði í vinnuna! Ég er ekki að spauga... ég fann hjólið hans Dabba bró og tók einn rúnt á því, jaaa svona til að tjekka hvort það virkaði eða öllu heldur athuga hvort maður kynni þetta ennþá. Viti menn það virkaði og þá var maður ekkert að tvínóna við hlutina heldur bara skellti sér í hjólreiðatúr niðrí bæ. Ætlunin er að gera þetta nokkrum sinnum... æfing fyrir Köben!

Litli rauður er bara heima voðalega abbó yfir því að ég skuli skilja hann bara eftir enda fer hann á sölu bráðum.

Núna er ég að manna mig upp í að hjóla heim.... hmmm má maður ekki fara með hjól í strætó?

miðvikudagur, maí 04, 2005

Óréttlæti...jafnrétti

Greinilega erum við íslendingar ekki komin eins langt í þróun og ég hélt við værum. Ég án djóks hélt ég hefði sömu réttindi og þeir sem ég tel standa jafnfætis mér. Að ég þurfi virkilega að fara í kynskiptiaðgerð til að mark sé tekið á manni og maður fái sömu réttindi og því sem fylgir. Ég skil ekki hvernig karlar sem eiga konur, mæður, dætur, systur, frænkur, ömmur, leyfi þessu að viðgangast.

Ég er sár!

Ég er reið!

Mér blöskrar!

þriðjudagur, maí 03, 2005


Þad er aldrei neitt skemmtilegt í þessu sjónvarpi.
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Ofur jákvæðni

í dag er yndislegur dagur! Allir eru svo frábærir í kringum mig. Vinnan mín er æði og allt sem henni tengist sérstaklega gaman að þurfa að vinna til miðnættis. Í dag ætla ég að vera í fáranlega góðu skapi það sem eftir er dagsins.

Jæja þá er það komið nú er bara að trúa þessu. Ef einhver kann að gera einhverjar svaka góðar pappírsskutlur endilega kennið mér. Fann upp á þessari líka snilldinni í gær til að eyða tíma... skutlukeppni....hver flýgur lengst svo verður maður náttúrulega að skreyta þær og svona. Einnig aðrar uppástungur til að láta tímann líða betur í vinnunni eru mjög vel þegnar.

Annars munu næstu dagar í vinnunni einkennast af kvöldfundum og viðbjóðslega löngum dögum.... þá fer galsinn einnig að gera vart við sig.

sunnudagur, maí 01, 2005

Ekkert djamm bara hollusta

Lítið hefur skeð núna undanfarið maður er ýmist í vinnunni eða í ræktinni. Ég ætla svo að styrkja mig fyrir sumarið og helst grennast alveg slatta.
Annars á fimmtudag fékk ég að prófa nokkuð sem ég hef aldrei gert.... stýra flugvél. Fór að fljúga með Möggu og djö hvað þetta var gaman. Ég var samt soldið hrædd við að koma við nokkurn skapaðan hlut í vélinni fyrst en svo hvarf hræðslan.

Fór áðan í Smáralindina og flippaði aðeins í snyrtidótainnkaupum... en audda var þetta allt einstaklega nauðsynlegt sko. Alltaf gaman að fá útborgað....þá getur maður leyft sér aðeins að leika sér.

Eitt sem ég er að upplifa þessa dagana... ég hef engan tíma til að gera neitt. Mér finnst ég vera orðin svolítið félagslega bæld. En þetta batnar allt eftir 2 vikur þegar ég hætti í vinnunni. Þá mun Hrebbna hafa fullt af tíma til að gera allt sem hana lystir.