þriðjudagur, maí 03, 2005

Ofur jákvæðni

í dag er yndislegur dagur! Allir eru svo frábærir í kringum mig. Vinnan mín er æði og allt sem henni tengist sérstaklega gaman að þurfa að vinna til miðnættis. Í dag ætla ég að vera í fáranlega góðu skapi það sem eftir er dagsins.

Jæja þá er það komið nú er bara að trúa þessu. Ef einhver kann að gera einhverjar svaka góðar pappírsskutlur endilega kennið mér. Fann upp á þessari líka snilldinni í gær til að eyða tíma... skutlukeppni....hver flýgur lengst svo verður maður náttúrulega að skreyta þær og svona. Einnig aðrar uppástungur til að láta tímann líða betur í vinnunni eru mjög vel þegnar.

Annars munu næstu dagar í vinnunni einkennast af kvöldfundum og viðbjóðslega löngum dögum.... þá fer galsinn einnig að gera vart við sig.

Engin ummæli: