föstudagur, maí 13, 2005

Síðasti vinnudagurinn

Mér hefði ekki órað að þessi dagur kæmi svona snöggt.... síðasti dagurinn minn á þinginu. Dagurinn hefur verið æði. Ég hef fengið fullt af blómum, nammi, popp, og þvílíka kaffiveislu og auðvitað fullt af kveðjum.

Ég vaknaði reyndar allt allt of snemma en það var vegna þess að litli bró var að lenda á Fróninu. Velkomin til Íslands... how do you like Iceland? híhíhí
Hann afhenti mér græjuna mína.... bleikur ipod....svoooooo sætur! Ég er búin að vera að fikta í honum í allann dag. Veistu ég skil bara ekki hvað ég gerði án ipodsins! Ég er líka svo helvíti kúl með hann!

Jæja fyrst ég var vöknuð svona snemma ákvað ég að hjóla í vinnuna... já ok líka þannig að liðið mitt myndi vinna í innanhúskeppninni í Hjólað í Vinnuna sem við gerðum.... með 621 KM og einungis eru 10 manns í þessu liði. Ég tel það alveg helvíti gott!

Ég fékk mega aulahroll í morgun... ég var að hjóla og náttúrulega að testa nýju græjuna. Ok það var eitthvað voða gott lag... og ég VARÐ að syngja með... og ekkert lágt sko. Jæja ég var þarna í öskjuhlíðinni að ég taldi alveg ein með kanínunum. Og er að syngja úr mér lungun... þið vitið ég er ekki þekkt fyrir að vera með fallegustu söngrödd. En allavega ég er alveg að missa mig með dansi og alles... helduru að það hafi ekki einhver gaur næstum hjólað á mig.... ég bara skil ekki af hverju hann horfði svona furðulega á mig, híhí hann hefur eflaust ekki fílað sönginn minn. Ok ég viðurkenni mér brá alveg massíft. Híhíhí!

Engin ummæli: