föstudagur, maí 27, 2005

Labello

Í gærkvöldi fór ég og hitti félagið Labello. SingStar + Smá Drykkja + skemmtilegt fólk = frábært kvöld! SingStar eru svoooo miklu skemmtilegra þegar maður hefur tvo míkrafóna þá er hægt að fara í allskonar fáranlega leiki. Ég tók nokkrar myndir og mun setja þær á síðuna við tækifæri. En ég verð að viðurkenna ég er soldið hás!

Sjitt sjitt sjitt sjitt! Það er föstudagur og ég fer út á mánudag.... hvað er ég búin að gera??? EKKI RASSGAT!!! Fyrirutan að kveðja fólk....

En annars veit ég ekkert hvað er planið fyrir kvöldið en ég lít á þetta sem síðasta tækifæri að hitta mína ástkæru Díónýsusar félaga...
Annaðkvöld verður Hrebbna víst í útskriftarveislu hjá snillingnum Írisi sem var að klára B.S. í viðskiptalögfræði! Á sunnudag verður svo grillveisla fyrir familíuna svo á mánudag sionara, ciao, au revoir, see ya later, bless!

Engin ummæli: