fimmtudagur, maí 12, 2005

Gleði gleði gleði

Þá er þingið búið og Hrebbna næstum því alveg hætt að vinna. Hætti sko á morgun... Vúhúhúhú! Í tilefni af því að ég er hætt að vinna og flestir búnir í prófum, og fullt af útlendingum eru komnir heim ætla ég að skála í svo sem einum tveimur bjórum annaðkveld... þeir sem vilja taka þátt í skálinni er bent á að hringja í mig.

Ég veit að margir hafa gefist upp á að reyna að ná í mig... enda er síminn hættur að hringja og aldrei fær maður sms... EN PEOPLE I´m baaack!

Það verður massíft að gera í partýstandinu þangað til ég fer út... kannski ég ætti að byrja að æfa mig í kvöld?

Lítur út fyrir að síðustu mánuðir af ömurlegheitum séu að borga sig! Ég hugsa að ég væri ekki svona spennt nema ég vissi að það verður BARA gaman í sumar.

Engin ummæli: