fimmtudagur, maí 05, 2005

Ofur dugnaður

Nú er veröldin orðin önnur!

Það gerðist allavega kraftaverk í veröld Hrebbnu! Hún hjólaði í vinnuna! Ég er ekki að spauga... ég fann hjólið hans Dabba bró og tók einn rúnt á því, jaaa svona til að tjekka hvort það virkaði eða öllu heldur athuga hvort maður kynni þetta ennþá. Viti menn það virkaði og þá var maður ekkert að tvínóna við hlutina heldur bara skellti sér í hjólreiðatúr niðrí bæ. Ætlunin er að gera þetta nokkrum sinnum... æfing fyrir Köben!

Litli rauður er bara heima voðalega abbó yfir því að ég skuli skilja hann bara eftir enda fer hann á sölu bráðum.

Núna er ég að manna mig upp í að hjóla heim.... hmmm má maður ekki fara með hjól í strætó?

Engin ummæli: