sunnudagur, maí 15, 2005

Helgin

Þessi helgin hefur verið alveg hreint mögnuð!

Föstudagurinn var æði... var ég búin að segja ykkur að ég er hætt að vinna??? híhíhíhí. Þegar ég var búin að hjóla heim....sem notabene var í rigningu og mótvindi og ég gleypti líklega eitthvað um 30 stk af flugum, var grillveisla hér á vegum Dabba bró. Þar sem ég var nú að fagna ákveðnum tímamótum í lífi mínum fékk ég mér bjór með þeim meðan ég beið eftir fréttum af mínum ástkæru útlendingum. Strákarnir voru að spila actionary og ég verð að segja Montana og Bermuda shorts.... jááááá ekkert svindl....

En loks var kominn tími að fara í bæinn... fór með Hildi,Evu og Krúsa og hitti á Sólon Hrefnu, Ben og Gimpus... og fullt af öðru skemmtilegu fólki. Íris og Hulda komu síðar... Það var mikið rætt og fólk skemmti sér ágætlega....Dabbi bró skemmti sér allavega mjööög vel....híhíhí. Ég því miður hafði lítið úthald þetta kvöld og hélt heim á leið meðan allir voru enn í fullu fjöri.

Í gærkveldi fór ég, Þórunn og Kristín á RossoPomodoro... mæli ekki með staðnum. Maturinn var ekkert góður og það var ekki hægt að tala saman þarna vegna hávaða. Þeir mega þó eiga það hvítvínið var ágætt. Síðan héldum við þrjár heim til Þórunnar og héldum stelpukvöld. Við horfðum á Cinderella Story...drukkum hvítvín... dönsuðum...tókum myndavélaflipp... sungum... lékum við köttinn...ræddum ýmislegt.... híhíhí...mjög skemmtilegt kvöld. Þórunn hækja var alveg á því að fara í bæinn en við hinsvegar bönnuðum henni það.

Ég er komin með spennuhnút í magann af tilhlökkun fyrir flutninginn.

Engin ummæli: