miðvikudagur, maí 25, 2005

4 Dagar

Shit!!!

Ég ætti kannski að fara að leita að ferðatöskunum mínum... ákveða hvað ég ætla að taka með...

Fór á kaffihús með Hrebbnu, Gimpinu og Önnu í gær... svaka stuð! Fórum á Hressó eitthvað um kl.21.00. Öll borðin í reyk voru upptekin þannig við settumst við borðið sem var fjærst öllu fólki en næst reyknum... neibb máttum samt ekki reykja. En fyndna var það mátti reykja á öllum borðum kl. 22.00 en alls ekki fimm mínútur í tíu! Mér finnst þessar fimm mínútur til eða fá fáranlegar... já ég viðurkenni asnalegt af mér að geta ekki beðið með að reykja þennan eina klukkutíma en ég var ekkert ein. Góður kaffibolli er fullkomnaður með sígarettu, það vita allir! Tala nú ekki um þörfina að reykja ef maður er að drekka hvítvín eða bjór.

Í hádeginu í dag ætla ég að hitta Írisi frænku, lögfræðinginn minn, híhí... ætlum eitthvað gott í lunch. Svo í kveld ætla ég að hitta mínar ástkæru Dísir á Brennslunni. Nóg að gera.... þarf líka að tala aðeins við LÍN og Hagstofuna. hmmm hverju fleiru er ég að gleyma?

Engin ummæli: