mánudagur, maí 30, 2005

það er bara komið að því!

Jáhá! ég er bara ekki að ná þessu. Hmmm maður ætti kannski að fara að klára að pakka og svona... ég meina ég fer eftir nokkra klukkutíma. Ó well etta reddast.

Það mættu fullt af fólki að kveðja mig í tuttugasta skipti í gærkveldi á Players. Þessi kveðjuhátíð er búin að vera svolítið lengi ég viðurkenni það alveg. En maður er svo skemmtilegur þannig það má alveg kveðja mann oft og mörgum sinnum. Svo er ég held ég búin að bjóða allri íslensku þjóðinni að koma í heimsókn og gista í stóru stóru stóru íbúðinni minni.

Ég átti mega aulahroll um helgina.... úff fæ enn hroll /hrollur/. Málið er þannig ég fór í útskriftarveislu til Írisar og það var aaaaaðeins drukkið. Jæja Hrebbna kemur heim um 2 og fer að lúlla. Voðalega gaman í draumalandi og man ekki hvaða þvælu mig var að dreyma en allt í einu hringir síminn. Hrebbna var aðeins of föst í draumaheimi en nær ekki að svara... þess í stað lítur hún á klukkuna og sér að klukkan er sex. SHIT! OMG! Ég er búin að sofa í allann dag! Hefst þá mikla panikkastið... Ég dríf mig í sturtu, klæði mig og ég veit ekki hvað og hvað. Velti fyrir mér allann tíman hvernig í andskotanum fór ég að því að sofa í 16 tíma. Slíkt hefur ekki gerst síðan ég var á gelgjunni. Svo byrjaði ásökunin... voðalega er fjölskylda mín leiðinleg að vekja mig ekki sérstaklega á síðasta degi mínum á Íslandi og af hverju var ég svona mikill auli að stilla ekki vekjaraklukku. Ég fer upp í eldhús til að ná niður hjartslættinum... lít á klukkuna þar og einhvern veginn finnst mér allt skrítið... hálf súrrealískt. Þá fatta ég að kveikja á sjónvarpinu... merkileg uppgötvun þar. Við erum að tala um klukkan 6 en ekki klukkan 18! 4 tímar af svefn ekki 16! Var reyndar voðalega fegin en shit hvað aulahrollurinn er mikill þegar ég hugsa til þessa. Ég fór barasta aftur að sofa með velstillta vekjaraklukku.

Verið sæl að sinni kæru landar en næsti pistill verður skrifaður í Kóngsins Köben!

Engin ummæli: