sunnudagur, janúar 30, 2005

Helgin búin

Voðalega var helgin fljót að líða!

Bara hvarf!

Þráinn útskrifaðist í gær sem byggingaiðnfræðingur, þannig það var heljarinnar teiti hjá sápuóperuvinahópnum. Ég var bílstjóri... fyndið að sjá þetta lið drukkið þegar ég er edrú. Að venju var drama... en slíkt er orðið fastur liður á dagskránni.

Svo er bara mánudagur á morgun! Úff nóg að gera í vikunni í vinnunni svo líka í skólanum og einnig í félagslífinu. Blah allt að gerast bara.

laugardagur, janúar 29, 2005

Engar fréttir

Alltaf gaman að vera til eða eitthvað í þá áttina.

Já fór sem sagt á þriðjudaginn og er nú öll í saumum einstaklega skemmtilegt. Mjög óþægilegt verð ég að segja. En ég losna við þetta drasl á mánudag eftir viku.

Í gærkveldi var ég að þjóna í veislu á vegum vinnunnar, svaka stuð.... ok soldið langdregið. En að því loknu teigaði maður smá öl og hristi rassinn á dansgólfinu. Rosa gaman, ég dansaði þótt ég var búin að segja ég myndi ekki gera það...má það í raun ekki. En stundum tekur tónlistin öll völdin.

Allt að gerast í kveld.... Katla og stelpurnar með matarboð, Þráinn með útskriftarveislu og svo nokkrir aðrir staðir þar sem er ætlast til þess að maður mæti. Málið er bara ég þarf að mæta í vinnu kl. 8 í fyrramálið. BLAH! Gat verið! En sem betur fer er ég að vinna með skemmtilegri manneskju á morgun annað en fyrir um 2 vikum þegar ég hélt ég myndi drepast úr leiðindum í vinnunni. Þá voru 12 tímar álíka að líða og 36 tímar í spænska rannsóknarréttinum.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Oh!

Stuð á morgun! eða þannig.

Þarf víst að fara í fæðingablettatöku enn og aftur. Mér finnst ekkert skemmtilegt við þetta. Ok mér finnst lítið mál að vera skorin og klippt en deyfingasprauturnar eru það sem hræðir mig meira en allt annað. Wish me luck!

Jæja þing kom saman í dag eftir jólafrí.... vá hvað er gott að hafa loksins eitthvað að gera! Ég var farin að sakna þingmanna verð ég að segja.

Best að fara að koma sér í háttinn þannig maður sofi nú ekki yfir sig á morgun.

sunnudagur, janúar 23, 2005

Undur og stórmerki

Gvuð ég fór í afmæli í gærkveldi og það var sko svaka stuð. Mikið drukkið verð ég að segja... ok mætti halda að ég væri alki miðað við einu bloggin sem ég skrifa eru um fyllerí. Jæja allavega þá var ótrúlega gaman í þessu afmæli sem var haldið á Sólon.... hitti fólk sem ég hef ekki séð í mörg ár. Ekki alveg viss hvort ég hafi einu sinni viljað að hitta þetta fólk. En já mannskapurinn var komin vel í glas ansi snemma og það var dansað.... Ég og Kristín urðum náttúrulega að taka dansinn saman við Moulin Rouge lagið... við hefðum sómað okkur vel á súlustað verð ég að segja. Bara fyndið samt. Eftir að það var orðið alltof troðið á Sólon héldum við öll saman á Hressó... ég tók að vísu smá krók því ég fór á Kúltúr og hitti nokkrar stöllur þar og drakk með þeim einn öl. Er á Hressó var komið var haldið áfram að dansa en ekki eins ögrandi og var gert á Sólon. Um fjögurleitið var komin smá þreyta í skrokkinn og ég og Þórunn ákváðum að halda heim á leið.

Ég vaknaði massa hress fyrir hádegi í dag og það vottaði ekki fyrir þynnku. Ég og mútter fórum aðeins í Limalindina að skoða útsölur. Ég er skópari ríkari og einnig keypti ég (með kortinu hennar mömmu) kjól sem gerir mann alveg helvíti lögulega. Svona kjóll sem maður fer í undir samkvæmisfatnað. Sko ég er að fara á árshátíð í vinnunni um miðjan febrúar þannig eins gott að fara að pæla í fatnaði strax. Djöfull verð ég flott sérstaklega þegar maður er komin í fína undirkjólinn (get næstum andað þegar ég er í honum).

föstudagur, janúar 21, 2005

ætli þetta virki

Ég gerði 4 já fjórar tilraunir í gær til að senda pistil á þetta blogg. Eins og þið sjáið mistókust allar!

Í gærkveldi fór ég aðeins til ömmu að hitta vestfirðingana. Krökkunum fannst alveg einstaklega skemmtilegt að ráðast á mig og pína. Ég verð nú að segja að það var meira en lítið erfitt að ráða við þau, þau eru ekkert smá sterk og vinna alveg hrikalega vel saman.

Svo fór maður aðeins á kaffihús með Tinnu beib og Katla gella kom og hitti okkur seinna um kveldið. Eitthvað slúðrað og svona skemmtilegheit.

Í kvöld verður maður bara nett tjillaður vegna þess það er vinna eeeeldsnemma í fyrramálið. Spurning með annað kvöld samt.

Jæja nú á ég bara 2 klukkutíma eftir af vaktinni. Gleðilegan flöskudag allar vinkonur mínar sem eru á lausu!

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Fréttir

Halló Kalló Bimbó,

Lítið að frétta héðan nema vinna og þvíumlíkt. Svo verður maður að fara að opna skólabækurnar (kannski er betra að kaupa þær allar fyrst). Maður verður allavega að fara að skipuleggja sig aðeins betur en ég hef gert á síðustu vikum. Fögin sem ég mun leggja stund á að þessu sinni eru Rekstrarstjórnun og Markaðsfræði.

Ég setti nokkrar myndir inn á albúmið ef einhver vill sjá íbúðina sem ég bjó í úti á Flórída. Þetta var skemmtileg íbúð sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að íbúðin mín var eina íbúðin þar sem töluð var enska. Veggirnir voru þynnri en pappakassar og var mjög hljóðbært, sérstaklega þótti mér skemmtilegt að hlusta á salsa tónlist klukkan hálfsjöööö á morgnanna. En ástæða þess sem ég er að setja inn þessar myndir núna heilu ári eftir ég flyt þaðan er vegna þess að Davíð og Ellen búa í lúxusíbúð sem kostar minna en það sem ég borgaði fyrir að búa í ghettóinu. Sjá myndir af þeirra íbúð hér. Þvílíkt ósamræmi!

sunnudagur, janúar 16, 2005

Súperfrænka

Það sem maður gerir ekki fyrir frændsystkini sín. Út úr mygluð og þunn þá ákveður maður að vera uppáhaldsfrænka og fara með þau í kringluna og svo í bíó. 2* 3.ára og einu sinni 6.ára getur reynt á.
En þau voru voða góð og þæg, líklega vorkennt mér. Hilmir steinsvaf reyndar í bíó og vaknaði og var ekki sáttur við staðsetningu. Hugi var alveg dolfallinn yfir myndinni og Hekla mjög mikil dama horfði spennt á. Við sáum THE INCREDIBLES ásamt Þórunn, Birtu og Gunnari.

annars var svaka stuð heima hjá Kristínu og Trausta á föstudaginn í Idol partýinu. Þakka kærlega fyrir mig.

yfirlýsingar mínar um að drekka ekki neitt þangað til í febrúar ganga víst ekki eftir....æ só what.

laugardagur, janúar 15, 2005


Sigga &
Ólöf
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Þetta er Lúlli
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, janúar 14, 2005


Sætar saman
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Húsráðendur í boðinu
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Meet my two good friends
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Svaka ferð

Jæja þá er Danmerkurferðinni lokið!
Svaka ferð í alla staði.... helst mikið borið á áfengisdrykkju.

Ég lenti á fimmtudagskvöld.... dúllurnar Hildur og Elín Ása tóku á móti mér. Í lest svo strætó og þá var komið að því að kynnast bjórmenningu Dana. Keyptum næstum kassa í matvörubúð náðum í nokkrar pítsur og héldum heim til Elínar. Markmið kvöldsins var að verða úber ölvaður og vígja nýjasta meðlim Díónýsusar, Svandísi. Eftir nokkra öllara á Ranzhausgade fórum við á tónleika með fat fingers. Eftir bleika hendrika, og önnur velvalin staup var ölvun farin að gera vart við sig í hópnum. Að loknum tónleikum var haldið á næsta bar, Stuen. Þar spiluðum við Foozeball og Billiard...sumir þó betur en aðrir. Enduðum einhvern tíman heima hjá Elínu og fórum að sofa eftir að hafa spilað teningaspil og tapað eitthvað af sígarettunum mínum.

Föstudagur: Vaknað í þynnku, þar sem ég var minnst þunn fékk ég að fara út í búð að kaupa kók og súkkulaði. Hildur, Elín og ég láum uppi í sófa og gláptum á einhvern virkilega furðulegan dramaþátt um systur á hestabúgarði.... þær voru alveg hundrað prósent inni í þessu. Fórum svo niður í bæ og fengum okkur staðgóðan þynnkumat. Elín þurfti að fara að vinna þannig ég og Hildur fórum þá bara að rölta um Strikið og svona. Enduðum svo heima hjá henni í bjór og pítsu. Já mar alltaf pítsur en þær eru bara svo ódýrar þarna. Jæja nú var málið að koma sér í djammgírinn að nýju. Krúsi var á góðri leið en bjórinn var eitthvað lengi að fara niður hjá mér og Hildi. En svo eftir að hafa spilað upp á allt klinkið hennar Hildar var kominn slatti bjór aftur í líkamann. Krúsi og Tommarnir tveir voru náttúrulega í drykkjunni með okkur þangað til einn Tomminn ákvað að fara að sofa. Við hin enduðum í geysilega skemmtilegri keppni í BayBlade! Eitthvað voru hinir íslendingarnir farnir að örvænta um okkur en við vorum víst í marga klukkutíma á leiðinni að fara að hitta þær stöllur. Náðum kokteil með Elínu og Sólveigu á Happy Hour á Hard Rock og fórum svo á enskann pöbb. Spiluðum þar Meyer heillengi og fórum svo heim að lúlla.

Laugardagur: Jáhá þynnka var við líði enn og aftur! Eftir að hafa komið Elínu á fætur þá fórum við og hittum Hildi á kaffihúsi. Síðan hófst verslunarferðin "mikla". HM tekið með trompi, ok fannst ekki mikið í boði að þessu sinni en keypti eitthvað. Örvæntingarfull leit að einhverju nýju til í að vera um kvöldið mistókst að hálfu.

Farið var að hvessa alveg mjög mikið. Hmmm hugsaði eins og týpískur íslendingur hva bara íslenskt rok. Fengum svo að vita að brjálað veður væri í uppsiglingu. Hva það er ekkert að þessu! Fórum á Hard Rock (nota bene Elín vinnur þar) og þeir segja okkur að allar almenningssamgöngur eru hættar. Ekki trúðum við þessu því við sáum strætó og leigubíla úti. Kom svo í ljós að það voru allir bara á leiðinni heim til sína án farþega. Smá paranoja um að við hefðum skilið eftir glugga opin og vorum að pæla hvernig við gætum reddað því. Nokkrir bjórar teigaðir í veðurteppunni... enduðum svo í bíó á Alfie...oh hvað hann Jude Law er fallegur... Fengum leigara strax að loknu bíói og héldum heim á leið.... glugginn var harðlokaður.

Veðrið hafði gengið niður en nokkrir hefðu dáið, humm ætli þetta hafi verið fólk sem hugsaði það sama og ég... ekkert að veðrinu? Audda fórum við heim að gera okkur sætar fyrir kvöldið! Fórum í Casino seinna. Mjög merkilegt fyrirbæri þar. Teknar voru myndir af okkur um leið og við komum inn og ökuskirteinið kirfilega skráð niður. Sjúkraflutningamenn leiða mann sem hélt um brjóstið á sér um leið og við setjumst niður....byrjar vel. Eftir að hafa eytt öllu sem ég tímdi....þ.e.a.s. klinkinu mínu settist ég og Elín að sumbli meðan Johannes, Eric og Sólveig spiluðu...Sólveig var reyndar sniðug og var meira svona lukkugripur en að spila með sínum peningum. Eftir að búið var að loka héldum við heim til Elínar enn á ný og spiluðum og drukkum þar. Stoppuðum reyndar á Shawarma stað þar sem ég fékk versta hamborgara sem ég hef á ævinni smakkað var búinn til úr kjötfarsi.... reyndar var maturinn hjá öllum vondur.

Sunnudagur: Þynnka enn einu sinni, já sko ég ætlaði að vakna snemma þennan dag... úps. Loksins þegar við dröttumst á lappir það er að segja eftir smá sjónvarpsgláp. Í strætó með mig og Elínu. Fengum okkur að borða á Hovedbanegarden og ég hitti þar nágranna minn... alltaf fyndið að hitta fólk sem maður býst ekki við að hitta. Við upp í strætó aftur og ég fékk að vita hvað allar helstu byggingar voru. Hittum Hildi í Christaníu skoðuðum þar um og drukkum einn bjór. Mjög merkilegur staður. Upp í strætó aftur! Og fórum því næst á The Laundromat Café sem er í eigu íslendinga....veljum íslenskt! Sátum þar að sumbli heillengi...farnar að finna veeeeel á okkur. Svandís og Sólveig koma og taka þátt í teitinu. Við förum allar svo á ítalskan stað í mat. Svakalega góður matur! Barry ööö held ég að hann heiti úr Fat Fingers kemur og drekkur nokkra bjóra. Situm þar alveg heillllllllengi. Hildur og Svandís ákveða að yfirgefa gleðskapinn þegar við ætlum að halda áfram þegar Johannes kemur. Yfir götuna á næsta bar... drykkjuleikir og ég veit ekki hvað og hvað. Skokkum svo heim til Elínar og höldum enn og aftur áfram fylleríinu þar.

Mánudagur: Sko ég vakna no problem for John Boblem en Sólveig og Elín er annað mál. Reyndi í tvo klukkutíma að vekja Elínu en allt fyrir ekkert. Þorði eiginlega ekki að vekja Sólveig því hún er mest grumpy þegar hún er vakin. Hmmm jæja redda mér sjálf reyndar vek Sólveigu til að fá númerið hjá leigubíl sem hún gerir án þess að vera neitt fúl... kannski var hún bara enn sofandi. Ég út á flugvöll, tjekka mig inn og sit og bíð. Loksins kemst ég inn í vél... ætlaði skooooo að sofa. Neihei illa lyktandi fyllibyttur fyrir framan mig í vélinni...gReAt! Hugsaði bara eru æðri máttarvöld að hefna sín fyrir skemmtunina síðustu daga?

Ég komst allavega heil og höldnu heim til Íslands... en nú er ég líka komin í áfengisbindindi í óákveðinn tíma.

Nauðsyn á leiðinlegum morgnum!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, janúar 11, 2005


Besta bók sem ég hef lesið lengi!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

laugardagur, janúar 08, 2005


Ég næstum til í djamm...
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Verid ad gera sig til fyrir djammid!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, janúar 07, 2005

Mikid djammad ì gærkveldi, bleik staup, margir bjòrar, fleiri staup, g&t allt drukkid. Foozball og billiard spilad vid Dana, Kana og allra thjodakvikindi.

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Komin ì bjòr og pìtsu ì köben med elìn àsu og hildi... Bara gaman

Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Bjórinn hér bragðast alltaf vel!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Alles Klar

Jæja búin að henda fötum til skiptana ofan í tösku.... nota bene fer með hálftóma tösku..... sem ég ætla að fylla.

Annars var kveðjudinner hérna áðan handa bróður mínum. Hann náttúrulega kemur ekki til með að sjást fyrr en í maí. Ég hef samt verið dugleg að koma því á framfæri að hann er ekki sá eini sem er á leið til útlanda.... ég er nú líka að fara... bara ekki eins lengi.

Talaði við Elínu og Hildi í dag... ég er víst að fara á einhverja tónleika og djamm annað kvöld sagði Elín mér. Og Elín ákvað að ræna mér frá Hildi þannig ég kem til með að gista heima hjá Elínu en ekki Hildi eins og upphaflega var planað. Flott mál bara.

Jæja best að fara að hátta, þannig maður vakni nú til að fara á morgun. Vúhú! Á þessum tíma á morgun verð ég full í Köben!!

Veikindi

Ég komst ekki í vinnuna í gær vegna veikinda... allsherjar slappleiki var orsökin. Fyndið þegar manni líður svona illa þá verður maður eins og smákrakki. Vill bara liggja undir sæng með góðar teiknimyndir í sjónvarpinu og hafa mömmu til að stjana við mann.

En á morgun fer ég til Kóngsins Köben. Gleði gleði gleði. Það eru örugglega 10 ár síðan ég kom síðast til Danmerkur... Þá fór ég frá Noregi til Danmerkur. Ég geri samt ráð fyrir að það muni ekki líða jafn langt milli ferða í framtíðinni... nú þar sem helmingurinn af vinahópnum á heima í Köben og nágrenni.

Ódýr bjór, HM (á útsölu) og Strikið bíða mín.



mánudagur, janúar 03, 2005

Holla!

Oh ég er svoooo spennt að fara út. Humm hvað á ég að sjá annað en bjórflösku?

sunnudagur, janúar 02, 2005

Hóst hóst

Maður er bara búinn að eyða öllu nýja árinu í rúminu veikur. Ekkert gaman verð ég að segja að vera að kafna úr kvefi og með hita og hálsbólgu.

tók ákvörðun um að skella mér í frí núna á fimmtudag. Danmörk here I come! Hlakka til að hitta stelpurnar og drekka ódýran danskan bjór og versla kannski smá. Talaði við Hildi áðan og hún ætlar að koma og hitta mig á flugvellinum... en sú elska.

Dabbi og Ellen fara út líka á fimmtudag en þau verða víst ekki jafnstutt og ég. En M&P slá tvær flugur í einu höggi henda okkur öllum út á flugvöll í einu. Einhvern veginn held ég að þau verði kvödd mun meira en ég.... hehehe enda koma þau ekki aftur fyrr en í maí.

Gleðilegt ár allir saman... vonandi skemmtu allir sér vel á gamlárskvöld. Nýja árið verður vonandi það besta hingað til hjá sem flestum.

laugardagur, janúar 01, 2005


Þessum finnst eigið blogg leiðinlegt!
Bloggað með gemsanum mínum ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone