sunnudagur, janúar 23, 2005

Undur og stórmerki

Gvuð ég fór í afmæli í gærkveldi og það var sko svaka stuð. Mikið drukkið verð ég að segja... ok mætti halda að ég væri alki miðað við einu bloggin sem ég skrifa eru um fyllerí. Jæja allavega þá var ótrúlega gaman í þessu afmæli sem var haldið á Sólon.... hitti fólk sem ég hef ekki séð í mörg ár. Ekki alveg viss hvort ég hafi einu sinni viljað að hitta þetta fólk. En já mannskapurinn var komin vel í glas ansi snemma og það var dansað.... Ég og Kristín urðum náttúrulega að taka dansinn saman við Moulin Rouge lagið... við hefðum sómað okkur vel á súlustað verð ég að segja. Bara fyndið samt. Eftir að það var orðið alltof troðið á Sólon héldum við öll saman á Hressó... ég tók að vísu smá krók því ég fór á Kúltúr og hitti nokkrar stöllur þar og drakk með þeim einn öl. Er á Hressó var komið var haldið áfram að dansa en ekki eins ögrandi og var gert á Sólon. Um fjögurleitið var komin smá þreyta í skrokkinn og ég og Þórunn ákváðum að halda heim á leið.

Ég vaknaði massa hress fyrir hádegi í dag og það vottaði ekki fyrir þynnku. Ég og mútter fórum aðeins í Limalindina að skoða útsölur. Ég er skópari ríkari og einnig keypti ég (með kortinu hennar mömmu) kjól sem gerir mann alveg helvíti lögulega. Svona kjóll sem maður fer í undir samkvæmisfatnað. Sko ég er að fara á árshátíð í vinnunni um miðjan febrúar þannig eins gott að fara að pæla í fatnaði strax. Djöfull verð ég flott sérstaklega þegar maður er komin í fína undirkjólinn (get næstum andað þegar ég er í honum).

Engin ummæli: