miðvikudagur, janúar 05, 2005

Alles Klar

Jæja búin að henda fötum til skiptana ofan í tösku.... nota bene fer með hálftóma tösku..... sem ég ætla að fylla.

Annars var kveðjudinner hérna áðan handa bróður mínum. Hann náttúrulega kemur ekki til með að sjást fyrr en í maí. Ég hef samt verið dugleg að koma því á framfæri að hann er ekki sá eini sem er á leið til útlanda.... ég er nú líka að fara... bara ekki eins lengi.

Talaði við Elínu og Hildi í dag... ég er víst að fara á einhverja tónleika og djamm annað kvöld sagði Elín mér. Og Elín ákvað að ræna mér frá Hildi þannig ég kem til með að gista heima hjá Elínu en ekki Hildi eins og upphaflega var planað. Flott mál bara.

Jæja best að fara að hátta, þannig maður vakni nú til að fara á morgun. Vúhú! Á þessum tíma á morgun verð ég full í Köben!!

Engin ummæli: