miðvikudagur, janúar 12, 2005

Svaka ferð

Jæja þá er Danmerkurferðinni lokið!
Svaka ferð í alla staði.... helst mikið borið á áfengisdrykkju.

Ég lenti á fimmtudagskvöld.... dúllurnar Hildur og Elín Ása tóku á móti mér. Í lest svo strætó og þá var komið að því að kynnast bjórmenningu Dana. Keyptum næstum kassa í matvörubúð náðum í nokkrar pítsur og héldum heim til Elínar. Markmið kvöldsins var að verða úber ölvaður og vígja nýjasta meðlim Díónýsusar, Svandísi. Eftir nokkra öllara á Ranzhausgade fórum við á tónleika með fat fingers. Eftir bleika hendrika, og önnur velvalin staup var ölvun farin að gera vart við sig í hópnum. Að loknum tónleikum var haldið á næsta bar, Stuen. Þar spiluðum við Foozeball og Billiard...sumir þó betur en aðrir. Enduðum einhvern tíman heima hjá Elínu og fórum að sofa eftir að hafa spilað teningaspil og tapað eitthvað af sígarettunum mínum.

Föstudagur: Vaknað í þynnku, þar sem ég var minnst þunn fékk ég að fara út í búð að kaupa kók og súkkulaði. Hildur, Elín og ég láum uppi í sófa og gláptum á einhvern virkilega furðulegan dramaþátt um systur á hestabúgarði.... þær voru alveg hundrað prósent inni í þessu. Fórum svo niður í bæ og fengum okkur staðgóðan þynnkumat. Elín þurfti að fara að vinna þannig ég og Hildur fórum þá bara að rölta um Strikið og svona. Enduðum svo heima hjá henni í bjór og pítsu. Já mar alltaf pítsur en þær eru bara svo ódýrar þarna. Jæja nú var málið að koma sér í djammgírinn að nýju. Krúsi var á góðri leið en bjórinn var eitthvað lengi að fara niður hjá mér og Hildi. En svo eftir að hafa spilað upp á allt klinkið hennar Hildar var kominn slatti bjór aftur í líkamann. Krúsi og Tommarnir tveir voru náttúrulega í drykkjunni með okkur þangað til einn Tomminn ákvað að fara að sofa. Við hin enduðum í geysilega skemmtilegri keppni í BayBlade! Eitthvað voru hinir íslendingarnir farnir að örvænta um okkur en við vorum víst í marga klukkutíma á leiðinni að fara að hitta þær stöllur. Náðum kokteil með Elínu og Sólveigu á Happy Hour á Hard Rock og fórum svo á enskann pöbb. Spiluðum þar Meyer heillengi og fórum svo heim að lúlla.

Laugardagur: Jáhá þynnka var við líði enn og aftur! Eftir að hafa komið Elínu á fætur þá fórum við og hittum Hildi á kaffihúsi. Síðan hófst verslunarferðin "mikla". HM tekið með trompi, ok fannst ekki mikið í boði að þessu sinni en keypti eitthvað. Örvæntingarfull leit að einhverju nýju til í að vera um kvöldið mistókst að hálfu.

Farið var að hvessa alveg mjög mikið. Hmmm hugsaði eins og týpískur íslendingur hva bara íslenskt rok. Fengum svo að vita að brjálað veður væri í uppsiglingu. Hva það er ekkert að þessu! Fórum á Hard Rock (nota bene Elín vinnur þar) og þeir segja okkur að allar almenningssamgöngur eru hættar. Ekki trúðum við þessu því við sáum strætó og leigubíla úti. Kom svo í ljós að það voru allir bara á leiðinni heim til sína án farþega. Smá paranoja um að við hefðum skilið eftir glugga opin og vorum að pæla hvernig við gætum reddað því. Nokkrir bjórar teigaðir í veðurteppunni... enduðum svo í bíó á Alfie...oh hvað hann Jude Law er fallegur... Fengum leigara strax að loknu bíói og héldum heim á leið.... glugginn var harðlokaður.

Veðrið hafði gengið niður en nokkrir hefðu dáið, humm ætli þetta hafi verið fólk sem hugsaði það sama og ég... ekkert að veðrinu? Audda fórum við heim að gera okkur sætar fyrir kvöldið! Fórum í Casino seinna. Mjög merkilegt fyrirbæri þar. Teknar voru myndir af okkur um leið og við komum inn og ökuskirteinið kirfilega skráð niður. Sjúkraflutningamenn leiða mann sem hélt um brjóstið á sér um leið og við setjumst niður....byrjar vel. Eftir að hafa eytt öllu sem ég tímdi....þ.e.a.s. klinkinu mínu settist ég og Elín að sumbli meðan Johannes, Eric og Sólveig spiluðu...Sólveig var reyndar sniðug og var meira svona lukkugripur en að spila með sínum peningum. Eftir að búið var að loka héldum við heim til Elínar enn á ný og spiluðum og drukkum þar. Stoppuðum reyndar á Shawarma stað þar sem ég fékk versta hamborgara sem ég hef á ævinni smakkað var búinn til úr kjötfarsi.... reyndar var maturinn hjá öllum vondur.

Sunnudagur: Þynnka enn einu sinni, já sko ég ætlaði að vakna snemma þennan dag... úps. Loksins þegar við dröttumst á lappir það er að segja eftir smá sjónvarpsgláp. Í strætó með mig og Elínu. Fengum okkur að borða á Hovedbanegarden og ég hitti þar nágranna minn... alltaf fyndið að hitta fólk sem maður býst ekki við að hitta. Við upp í strætó aftur og ég fékk að vita hvað allar helstu byggingar voru. Hittum Hildi í Christaníu skoðuðum þar um og drukkum einn bjór. Mjög merkilegur staður. Upp í strætó aftur! Og fórum því næst á The Laundromat Café sem er í eigu íslendinga....veljum íslenskt! Sátum þar að sumbli heillengi...farnar að finna veeeeel á okkur. Svandís og Sólveig koma og taka þátt í teitinu. Við förum allar svo á ítalskan stað í mat. Svakalega góður matur! Barry ööö held ég að hann heiti úr Fat Fingers kemur og drekkur nokkra bjóra. Situm þar alveg heillllllllengi. Hildur og Svandís ákveða að yfirgefa gleðskapinn þegar við ætlum að halda áfram þegar Johannes kemur. Yfir götuna á næsta bar... drykkjuleikir og ég veit ekki hvað og hvað. Skokkum svo heim til Elínar og höldum enn og aftur áfram fylleríinu þar.

Mánudagur: Sko ég vakna no problem for John Boblem en Sólveig og Elín er annað mál. Reyndi í tvo klukkutíma að vekja Elínu en allt fyrir ekkert. Þorði eiginlega ekki að vekja Sólveig því hún er mest grumpy þegar hún er vakin. Hmmm jæja redda mér sjálf reyndar vek Sólveigu til að fá númerið hjá leigubíl sem hún gerir án þess að vera neitt fúl... kannski var hún bara enn sofandi. Ég út á flugvöll, tjekka mig inn og sit og bíð. Loksins kemst ég inn í vél... ætlaði skooooo að sofa. Neihei illa lyktandi fyllibyttur fyrir framan mig í vélinni...gReAt! Hugsaði bara eru æðri máttarvöld að hefna sín fyrir skemmtunina síðustu daga?

Ég komst allavega heil og höldnu heim til Íslands... en nú er ég líka komin í áfengisbindindi í óákveðinn tíma.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

já þú varst nú eitthvað þreytuleg á flugvellinum þegar ég hitti þig. En þú ert nú vön, ert örugglega ekkert lengi að jafna þig. Fæ síðan smá info hjá þér áður en ég fer til DK um hvar sé nú skemmtilegast að drekka sig fullan ;)

Hrebbna sagði...

Fyrirgefðu Hildur... þetta með barina það er ekkert skrítið maður skyldi ekki muna allt....ég var drukkin. Ég náði ekki alveg að komast inn í þessa blessuðu þætti þar sem þetta er eeeeekki alveg áhugasvið mitt.

Guðrún: Það er allt gaman í Köben.