sunnudagur, janúar 02, 2005

Hóst hóst

Maður er bara búinn að eyða öllu nýja árinu í rúminu veikur. Ekkert gaman verð ég að segja að vera að kafna úr kvefi og með hita og hálsbólgu.

tók ákvörðun um að skella mér í frí núna á fimmtudag. Danmörk here I come! Hlakka til að hitta stelpurnar og drekka ódýran danskan bjór og versla kannski smá. Talaði við Hildi áðan og hún ætlar að koma og hitta mig á flugvellinum... en sú elska.

Dabbi og Ellen fara út líka á fimmtudag en þau verða víst ekki jafnstutt og ég. En M&P slá tvær flugur í einu höggi henda okkur öllum út á flugvöll í einu. Einhvern veginn held ég að þau verði kvödd mun meira en ég.... hehehe enda koma þau ekki aftur fyrr en í maí.

Gleðilegt ár allir saman... vonandi skemmtu allir sér vel á gamlárskvöld. Nýja árið verður vonandi það besta hingað til hjá sem flestum.

Engin ummæli: