Ég hef sjaldan grátið jafn mikið yfir mynd... jú nema kannski Notebook. En eina við þessa mynd hún er sannsöguleg. Hotel Rwanda er ótrúleg mynd. Af hverju var ég ekki búin að sjá þessa mynd áður? Af hverju er svona mikil grimmd í heiminum? Hvernig getur fólk pyntað og myrt fólk bara vegna litarhafts, uppruna, trúarbragða eða annarra fáranlegra hluta? Úff púff!
Hitinn hér í Köben er næstum óbærilegur þessa stundina... þegar maður hélt það gæti ekki orðið heitara nei nei þá hækkar bara um nokkrar gráður. Maður getur eiginlega ekki hreyft sig né gert neitt af viti. Heilinn virkar ekki alveg nema til að minna mann á af og til að drekka vökva.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli