sunnudagur, janúar 21, 2007

úpsí dúpsí

Vika síðan ég skrifaði síðast.... úps! Annars er ég bara búin að vera að vinna ekkert spennandi að gerast. Sé ekki fram á frídag á næstunni þar sem ég er sem stendur í þremur orku og tímafrekum vinnum. Nýjasti staðurinn er æðislegt kaffihús í Valby. Ógó gaman að vera komin aftur á mannmargt kaffihús. Ég hugsa samt þegar fram líða stundir þá mun ég bara vinna 150% vinnu á kaffihúsinu og auka á Le Basilic (Franski), mér hálfleiðist á Navona (Ítalski) þar sem mér finnst ekki alveg nóg að gera þar. Núna á þremur dögum er ég búin að vinna á öllum þremur stöðum.

Íris og Candy eru að koma í heimsókn á fimmtudag og gvuð hvað verður gaman þá. Lofa að taka fullt af myndum af ruglinu í okkur.

Jæja best að koma sér í háttinn til að verða tilbúin fyrir hasar vikunnar.

Engin ummæli: