Á morgun er loksins komið að því að ég fái að sjá og heyra í Air. Keyptum þessa miða fyrir möööörgum mánuðum. Félagi minn hringdi í mig í kvöld og helduru þá ekki að hljómsveitin hafi ekki setið á barnum þar sem hann var að vinna að drekka bjór! Sumir eru alltaf heppnir, hann vissi reyndar ekkert hver þeir voru en einhver kúnni sagði honum það og auðvitað hringdi hann í mig því ég er búin að tala óskaplega mikið um hvað ég hlakka til tónleikanna.
Ég er massíft þreytt en get einhvern veginn ekki sofnað... ves! En ég verð að pína mig því á morgun verð ég að þvo þvott því annars verð ég nakin það sem eftir er vikunnar! God damn hvað það er leiðinlegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli