þriðjudagur, júní 21, 2005

Nóg búið að gerast

Við höfum átt nokkra sumardaga hérna í Köben, sá besti var 18. júní þegar haldið var upp á 17. júní á Amagerströndinni. Það var steikjandi hiti og við sátum bara ásamt mjög mörgum íslendingum að drekka bjór og hafa það gott. Þegar leið að kveldi þá héldum við heim til Hildar og Krúsa og sátum í garðinum til miðnættis. Fórum þá aðeins í bæinn.... sumir entust betur en aðrir.

Já Gudjó kíkti í heimsókn til okkar frá Noregi. Hann er orðinn ástfanginn af Danmörku og held það hafi ekki liðið heill klukkutími þar sem hann tjáði okkur hrifningu sinni á þessari borg. Hann fór í dag þó hann hafi ekki einu sinni viljað það.

Afmælisdagurinn minn var frábær... það var klikkað að gera í vinnunni... Hildur, Elín og Jóhannes sátu á einu borði, á næstu sátu Sólveig og fjölskylda og svo á næsta Kobbi frændi og hans fjölskylda... Staðurinn þétt setinn af íslendingum sem maður þekkti. Ég fékk að hætta fyrr í tilefni dagsins og fékk nokkra kokteila á barnum. Fórum svo á mjöööög mikið djamm.

Ég er reyndar búin að vera að drepast úr ofnæmi... ofnæmislyfin mín ekki einu sinni að virka. Þannig ætli maður verði ekki að kíkja til doktorsins og heimta sterkari lyf þannig maður geti nú notið lífsins til hins ítrasta.

Þórunn átti afmæli á laugardaginn og elskan hennar gaf henni gjafakort til að koma í heimsókn til mín þannig nú bíð ég bara eftir að sjá hana. Já til hamingju með afmælið Þórunn mín. Vonandi hafi þér þótt afmælissöngurinn á talhólfinu þínu skemmtilegur.

Jæja þessi pistill verður ekki lengri að sinni en ég ætla leyfa Hildi að fá tölvuna sína aftur.

Engin ummæli: