Sælt veri fólkið!
Ég dýrka köben... ætla aldrei að flytja heim þar sem maður þarf borga 600 kall fyrir bjórinn!
Já sem sagt hef stundað bjórdrykkju mjög stíft enda ódýrara að kaupa sér stóran bjór en að kaupa sér stóra kók.... ég er bara að vera hagsýn.
Vinnan er frábær, mér líður strax eins og ég hafi alltaf þekkt vinnufélagana.... þetta er svolítið eins og ein stór fjölskylda. Rosalega góður mórall... en ég hef samt eiginlega búið í vinnunni síðan ég byrjaði. Staðurinn var að flytja og þá fengum við að vera þrælarnir og flytja allt... þá mættum við eldsnemma á morgnanna og þurftum að vinna langt fram á kvöld. Ég hef sem sagt gert lítið annað en að flytja síðustu tvær vikur. Fyrst flutti ég hingað, svo fluttum við Elínu og svo Sólveigu og svo náttúrulega allt IKEA dótið sem við keyptum og svo Reef n Beef.
En þessi pistill verður ekki lengur að sinni! En Til hamingju með afmælið á morgun Hrebbna. Ég á afmæli á morgun, ég á afmæli á morgun lalalalalala.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli