mánudagur, apríl 26, 2004

Oh ég er svo mikill snillingur....

Náttúrulega fæ svo stuttan matartíma og þá heldur maður að maður spari fullt af tíma með að gera marga hluti í einu. Eins og málshátturinn sem ég fékk í páskaeggi tvisvar sem krakki segir OFT TEFUR FLÝTINN. já já það var sko alveg dæmið rétt í þessu var sko að henda jógúrtinni í ískápinn, setja matinn minn í örbylgjuofninn, tala í símann og vaska upp gafal allt á sama tíma... nema hvað hillan í ískápnum var eitthvað laus þannig ég missti gafalinn og jógúrtin smallaðist í gólfið og ALLT út í jógúrt... Tók mig korter að þrífa þetta upp... nákvæmlega helmingurinn af matartímanum!

Lítur út fyrir að verða langur dagur í þinginu.

Engin ummæli: