mánudagur, mars 01, 2004

Þá er maður komin með vinnu á Alþingi!!!

Fór í morgun kl 10 í viðtal svo var hringt fyrir hádegi og ég beðin að mæta aftur klukkan hálf þrjú. Mér þótti þetta ansi dularfullt... tvööö viðtöl á einum degi! Þannig ég spurði náttúrulega ráðningarfulltrúann í símanum hvað væru margir að fara í annað viðtal. Hún sagði það væri einungis ein manneskja. Jæja ég fer í viðtalið og þegar því er lokið spyr ég þýðir þetta ég sé búin að fá starfið... þau segja ég sé komin ansiii nálægt því.

Svo um klukkutíma seinna hringir ráðningarfulltrúinn og segir til hamingju þú ert idol dagsins. HEHEHE ég sem sagt fékk starfið. Fer í einhverja mátun og slíkt á fimmtudag síðan byrja ég á mánudag.

Ég er ekkert smá ánægð og stolt... að vera valin úr svona stórum hópi mér finnst etta geggjað!

Engin ummæli: