sunnudagur, febrúar 29, 2004

Idol keppnin um starfið heldur áfram!
4 manna úrslit í fyrramálið og ég er í þeim úrslitum.... þannig það eru 25% líkur á að ég fái þetta starf.

Helgin var mjög fín.
Föstudag elduðum ég og Sigrún svaka góðan mat og fengum okkur smá í glas en enduðum fyrir framan sjónvarpið að horfa á bíómynd (eða öllu heldur hrutum í kór)

Á laugardag fór ég í barnaafmæli fékk þar þvílíkar kræsingar... en svo varð ég að yfirgefa það teiti til að fara í það næsta sem sagt afmælið hennar Sigrúnar. Nokkrir öllarar drukknir síðan fórum við á Sirkus en ég fór mjög snemma heim... nennti ekki að djamma... enda sofnaði ég um leið og ég kom heim.

Síðan hef ég þvegið þvott og gert svakalega spennandi hluti eins og laga til í dag.

Nokkrir dagar þangað til Jonathan kemur!!!

Engin ummæli: