laugardagur, febrúar 07, 2004

ÚFF!!

Var að byrja aftur í gyminu....harðsperrur dauðans þegar ég vaknaði í morgun. En svo er málið að fara ca 4-5 sinnum í viku. Þannig í sumar verð ég orðin flott.

Hitti Tinnu á kaffihúsi á fimmtudag svaka stuð að slúðra en svo mættu Þráinn, Kiddi og Gaui óvart þannig við fengum náttúrulega smá slúður frá honum Þránni.

Íris kíkti í heimsókn í gær og gvuð við vorum að blaðra lengi lengi og reyktum eins og strompar (mér var líka illt í lungunum í morgun.) Íris til hamingju með hálfrar aldar afmælið um daginn!!

Djamm í kveld 22 manns á leiðinni í mat. Sem betur fer þurfum við ekki að elda... það er séð um það fyrir okkur. Við þurftum hinsvegar að þrífa húsið þannig fólkið kæmist að fyrir rykinu. En djö hvað ég hlakka til.

Grease á miðvikudag með mömmu, Birnu og Heklu. Hekla:"já Hrefna ég held það verði svakalega gaman að sjá Birgitttu og Jónsa" krakkinn er fimm ára!!!

Ég er enn atvinnulaus... mér finnst það ekkert skemmtilegt... eða veistu jú að vísu ég hef eiginlega ekki tíma til að vinna ég er svo upptekin í að hitta fólk. Verst maður fær ekki borgað fyrir það.

Dabbi býr með eitthvað meira en lítið furðulegum gaur... check it!!

Jon kemur líklega að heimsækja mig eftir mánuð en þá er spring break í FAU. Oh hvað ég hlakka til!!!

Jæja best að klára að útrýma rykinu.... skjáumst seinna!

Engin ummæli: