sunnudagur, febrúar 08, 2004

Heilsan er ekki hin besta í dag!!!

Jæja nú man ég afhverju ég segist alltaf vera hætt að drekka.... en samt þynnkan er nú ekki eins slæm og hún hefur yfirleitt verið.... vonandi verður þetta bara 2-3 dagar í þynnku þá!

Villibráðarkvöldið var geggjað.... maturinn var yndislegur.... fólkið skemmtilegt.... mikil ölvun (allavega á mér). Það var hreindýrapaté, gæs ( á margan hátt), skarfi, lundi, og eitthvað fleira sem fuglamorðinginn Gunnbjörn kom með. Kalli ákvað að ég væri deitið hans og hélt því fram að deit ættu að þjóna undir deitin sín. Ég hélt nú ekki! Þetta var sko alveg massíft kvöld.

Um þrjúleytið ákveð ég að yfirgefa teitið sem stóð enn í fullum gangi. Og hélt niður í one ó one. Hitti fullt af liði á Ara og Þórunn ákvað það væri rosalega sniðugt að við tvær fengum okkur tvöööö skot hver.... oj oj oj oj. Smá stund að jafna sig svo aftur skot smá stund jafna sig og aftur á barinn og svo aftur og aftur og aftur. Úff! Gaui og Rannveig voru eitthvað mússí mússí þannig ég ákvað að tylla mér á milli þeirra... veit ekki alveg hvernig ég komst fyrir. Horfði á svona mússí mússí allstaðar í kring. Þannig ég og Þráinn stofnuðum enn eina undirdeild í Díonýsus.... sem sagt Félag Grasekkna.

Jæja fórum eftir okkur var hent út af Ara á Nelly´s OMG.... ég hef held ég ekki farið þangað síðan ég fékk aldur til að drekka... sem eru nú komin nokkur ár. One G&T daaaaarling!

Klukkið var orðið margt og ekkert blóð eftir í áfenginu í líkamanum... þannig haldið var heim á leið. Herra Leigubílsstjóri Í Ópavog takk!

Hér í nafla alheimsins var fólkið sem ekki hefur stopptakka enn að sumbla Ingvar og Frú Magnea audda og Herra Þórir. Aumingja Jonathan því Ingvar fór eitthvað að rugla í honum í símanum. Úps!

Bíó í kveld held ég með strákunum og Rannveigu.... veit ekki samt... þýðir það ekki maður þurfi þá að fara úr náttfötunum í föt?

kók er lífsbjörg í þynnkunni!

Engin ummæli: