föstudagur, febrúar 20, 2004

friður

Nú er heimilislífið komið í venjulegt form hérna í Kópavogi.

Ok soldið erfitt þegar 6 manneskjur eru saman komnar á einn stað í rúma viku.....

Amma er flutt inn og ég held að þetta hafi verið met einum og hálfum sólarhring eftir að við byrjuðum að flytja inn fyrir hana er allt klárt eins og það á að vera. Búin að skrúfa fullt af húsgögnum frá IKEA saman... ég er orðinn pró í því verð ég að segja.

Fór í atvinnuviðtal í gær... var nett stressuð en það fór vel. Um 300 manns sóttu um þetta starf hjá Alþingi en 10 manns komast áfram í næsta viðtal og ég er þar á meðal. Nokkuð gott verð ég að segja. En ég er soldið hrædd um þessar 9 aðrar manneskjur séu mikil samkeppni... ég meina hafi jafnvel meiri menntun og reynslu en ég. En ég verð bara jákvæð, næsta viðtal verður líklega á mánudag. En djö.. væri ég til í að vinna þarna.

Á morgun er svo árshátíð Dísanna úr Réttó.... oh ég hlakka svo til.... en smá vandamál ég hef ekki hugmynd í hverju ég á að klæðast. Einhverjar uppástungur???
Engin ummæli: