sunnudagur, apríl 17, 2005

Gott er nú blessað veðrið

Eitt sem ég skil alls engan veginn sem virðist einkenna flesta íslendinga og ég verð að segja fer alveg hrikalega í taugarnar á mér. Hvers vegna þarf að ræða svona hrikalega mikið um veðrið? Ég bý í Kópavogi en amma mín þarf alltaf að segja mér hvernig veðrið er hjá sér....hún býr í Reykjavík. Síðan er þetta umræðuefnið næstu mínúturnar jafnvel heilu klukkutímana. Ég skil hinsvegar þegar fólk í útlöndum spyr hvernig veðrið er hér...svo því getur liðið betur með að þurfa ekki að búa við þetta ógeðisveður sem er hér og gortað sig að því að sitja í 20 stiga hita úti á kaffihúsi að drekka bjór (takk Hildur og Elín). En það er ekki eins og það skipti nokkru máli þó rætt sé um veðrið því ekki er hægt að breyta því en mikið hrikalega er þetta leiðinlegt umræðuefni.

Nú er ég orðin eins og flestir íslendingar....að kvarta yfir veðrinu og að ræða það í þaula.

Annars var ég að tala við Elín Ásu og Hildi áðan.... það styttist í brottför mína af Fróni og ég er að farast úr tilhlökkun. Ég ætla að klára þingið og svo pakka og kveðja í ca. viku and then I´m off.

Engin ummæli: