mánudagur, júlí 16, 2007

Draumar

Mig hefur dreymt nú margt skrítið í gegnum tíðina en draumar undanfarna daga eru nú frekar furðulegir. Í fyrri nótt dreymdi mig ég hefði gengið í Vísindakirkjuna hér í Danmörku. Þegar ég var komin þangað inn var ég klædd í bláa ljóta skyrtu og beige khaki buxur... einstakur hátískuklæðnaður. Einnig mátti ég bara tjá mig á ensku það var þannig að þeir sem hæstréðu gætu skilið okkur mauranna. Já svo var mér tjáð að lesa bækur Ron Hubbard eða hvað hann nú heitir og einnig að horfa á Star Wars myndirnar og auðvitað varð ég að hætta að tala við fjölskyldu og vini sem ekki tilheyrðu þessum safnaði. Það fáranlegasta var ég var furðusátt við þetta allt saman. Rugldraumur...

Eftir þennan draum fór ég að spá af hverju er ekki kirkja sem heitir Fellowship of the ring, The temple of Bridget Jones eða eitthvað álíka fáranlegt?

Ísland eftir nokkra daga! Vúhú!

Engin ummæli: