Úff hvað ég er léleg í þessu bloggerí.
En já takk allir fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar og allt. Við héldum hér veislu á RBG með mat og drykk og meiri drykk. Svaka flott.... en gvuð minn almáttugur ég var svo hrikalega þunn daginn eftir. Eftir svona massa drykkju þá hefur maður eiginlega ekki lyst til að drekka á næstunni.
Oh ég væri sko alveg til í að skella mér í langt frí en það stendur ekki til boða sérstaklega þar sem er highseason á hótelinu. Speaking of the hotel þá eru margir fleiri frægir búnir að gista þarna að undanförnu, Busta Rhymes, Linkin Park, Coldplay, Paul Potts, Duran Duran, einn af backstreet boys og já ekki má gleyma dönsku idol dívurnar.
Hér byrjaði sumarið þvílíkt flott en núna er eins og veðrið sé klofin persónuleiki og getur ekki ákveðið sig hvort á að vera sól eða rigning.... pirrandi.
Hildur mín er að flytja til ÍSAlands á sunnudag og ég er barasta engan veginn sátt við það. Mér finnst hún eigi bara að vera í Köben (já mér finnst Malmö langt en það er þó ekki eins langt og Keflavík). Það verður skrítið að hitta hana ekki í kaffi og knúsa Freyju Kristínu reglulega.
Jæja best að koma sér í háttinn ef maður ætlar að vakna á réttum tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli