Eftir flutningana get ég glaðst og hlakkað til svo ofboðslega mikils. Nefnilega eftir 36 daga munum við Hlín halda í ævintýraferð. Interrail í nokkrar vikur um Evrópu, takk fyrir! Þó smáatriðin eins og hvaða lönd okkur langar til og hvað við ætlum að bralla er ekki alveg komið á hreint þá held ég þetta verði frábær ferð. Við erum þó búnar að ákveða að byrja í Berlín (I love that city!) svo líklega halda þaðan til Luxemborg, þaðan yfir til Frakklands og stoppa í Champagne héraði og fara svo þaðan til Bourgogne héraðs. Við ætlum sko aldeilis að smakka á nokkrum góðum vínum. Jæja þegar við getum ekki je ne sais pas lengur þá er það Bella Italia. Hlín fær að skipuleggja þann hluta af ferðinni. En já eftir við komum ekki niður meira pasta er hugmyndin að kíkja aðeins á Grikkland. Málið er bara okkur langar að fara til ALLRA landa í Evrópu en því miður höfum við hvorki tíma né peninga fyrir slíkri ferð í þetta skipti. Ég er viss um að þessi ferð verði bara rétt smagsprøve á það sem koma skal.
Takmark dagsins: Pakka ofan í 2 kassa. Bara spurning um hvar á að byrja.
1 ummæli:
Hæ elskan, ég hitti mömmu þína í dag hún sagði mér einmitt að þú værir komin með aðra íbúð!! til hamingju með það og til hamingju með afmælið um daginn vá hvað við erum orðnar gamlar. Jæja hafðu það gott og heyrumst fljótlega Kv. Þórunn
Skrifa ummæli