fimmtudagur, október 16, 2003

Geisp!

Það verða allir að heyra lagið sem heitir Seven Nation Army með White Stripes... ég elska þetta lag og spila það grimmt. En það verður að hlusta á það mjög hátt til að fá rétta fílinginn.

Svo var ég einnig að uppgötva nýjan leik... eða ok þetta er Gameboy emmulator, sem sagt GameBoy á PC tölvunni. Gvuð minn almáttugur ég er húkt. Jon og ég erum búin að vera að keppa við hvort annað eins og vitleysingar.

Í gærkvöldi fór ég á Íþróttaráðsfund, já ég er í því, hehehehehe og síðan í Salsa partý á vegum skólans sem vinkona mín skipulagði. Ok ég er vond ég var í þessu partýi í ekki meira en 5 mínútur. Mjög fyndið eftir fundinn settist helmingurinn af liðinu niður úti og kveikti sér í sígó.

Ég fékk félaga minn sem er í nemendaráðinu að redda mér lista yfir alla íslendingana í skólanum, maður þarf að hafa eitthvað leyfi en ef maður þekkir rétta fólkið getur maður fengið hlutina gerða eins og skot án þess að fylla út svo sem eitt eyðublað. Ég þoli ekki þetta skriffinnskuveldi sem er hérna í USA. Það tekur fokking mánuð að fá stimpil á blað.

Jæja best að koma sér í skólann. (oh verð ég???)

Engin ummæli: