Eitthvað hefur fríið farið í mig þar sem ég hef undanfarna daga vaknað um 6 leytið að morgni og bara barist við að sofna aftur. Í dag á frídegi mínum var ég komin á fætur fyrir klukkan átta að morgni.... er ekki í lagi??? En ég lá í um tvo tíma að reyna að sofna aftur en ekki séns í helvíti að ná því. Eins og allir vita er ég mesta svefnpurka í geimi.
En eins og ég sagði í gær ég gæti alveg vanist þessu ljúfa lífi að eiga smá frí bara verst veðrið er mér ekki hliðhollt. Oh ég verð aldrei brún í sumar... einhver álög hvíla á mér að það er bara sól þegar ég er að vinna.
Humm kannski ég horfi á eina bíómynd og fer svo að gera eitthvað af viti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli