miðvikudagur, júní 21, 2006

Afslöppunardagur

Nei sko haldiði að kellingin hafi ekki barasta eldað fisk í matinn. Hlín og ég vorum komnar með fráhvarfseinkenni frá fiski þannig við tókum yfir eldhúsið hjá Hildi og elduðum dýrindis þorsk með massífu salati og kryddsmjörsbrauði.... mmmmmmmm!!! Maður ætti að elda mun oftar en maður gerir en einhvern veginn tekur því ekki fyrir einn og stundum er ves að reyna að finna aðra til að elda fyrir. En dagurinn í dag var kærkomin afslöppun eftir rugl síðustu daga.

Myndir síðustu rugldaga eru komnar inn á síðuna.

Engin ummæli: