laugardagur, nóvember 01, 2003

Hrekkjavakan mikla
Shit hvað var gaman í gær!!

Um ca 4 leytið fór rafmagnið af í þriðja skiptið. Það er sko verið að laga þakið hérna og þeim tókst að klúðra einhverju. Jæja um ca 8 í gærkveldi finnum við loks einhvern til að laga etta. Maður sá ekki rassgat ´því það dimmir hérna svo andskoti snemma. Okkur er sagt að loftkælingin virki ekki og er alltaf að sprengja út rafmagnið. Æði!! þá höfum við rafmagn en enga loftkælingu.

Fólk fer að týnast hingað og í búningum en svo var fólkið farið að fækka fötum smátt og smátt. Náttúrulega hitaklefi! Og þar sem við eigum bara eina mini viftu gátum við ekki bjargað okkur á annan hátt. En allir skemmtu sér konunglega.

Mikið drukkið svo var farið og náð í gítar og spilað massa stuð!!! Svo þegar allt liðið var farið um ca 3 leytið datt mér og Jon í hug að horfa á vídeó. Þarf ekki einu sinni að giska á það að við sofnuðum bæði mjög fljótlega eftir að búið var að kveikja á tækinu.

Úff versta í heimi var nú samt að vakna í morgun! Þvílíki hitinn hérna maður fokking svitnar við að sitja og gera ekki neitt. Get ekki sofið, get ekki lagað til, get ekki legið upp í sófa því hann er svo hlýr og það er mjög erfitt að sitja við tölvuna. Klukkið er núna hálf níu að laugardagsmorgni og ég er búin að vera vakandi í klukkutíma! OJ barasta.

Graskerið sem ég skar út sló alveg í gegn ég er víst fæddur meistari í þessum efnum. hehehe.

Æ ég veit ég er farin í sund!!!

Og hafiði það!

Engin ummæli: