mánudagur, nóvember 03, 2003

Enn að drepast úr hita

Það er ekki enn búið að laga loftkælinguna þannig maður er nakinn að ganga um íbúðina.... eða svona næstum því. Það er semsagt 36 stiga hiti inni í íbúðinni!! viðbjóður! maður er sko í hálfgerðu móki hérna.

Ég fékk gemsa í dag voða gaman!!! Svona fyrirfram greitt dæmi... þannig nú geta allir hringt í mig alltaf!!! veiveivei. Þegar ég sagði Afa þá virtist hann mjöööög feginn, Veronica byrjaði að öskra af gleði þegar ég tilkynnti henni nýja númerið. Hehehe. Nýja númerið er 561-305-0582 ef þið eruð að hringja frá íslandi þá verður að sitja einhverjar tölur á undan!!

Jon var/er að flytja í nýja íbúð þessa helgi. Voðalega flott hús... með 2 öðrum massa fínum strákum. Þeir fóru að kaupa allskonar í eldhúsið í gær og ég ætlaði að vera svaka góð og ganga frá öllu. Byrja að ganga frá nýja pottasettinu þeirra og það áttu að vera 6 eða 7 pottar og pönnur en í kassanum var fullt fullt af svona öryggispappa en bara ein pínu panna og risa pottlok....þá kemur frá einum þeirra já mér fannst kassinn svoldið léttur....no dööh... massa fyndið!

Árni og Jóhanna koma á miðvikudag.... vei vei vei... gamla settið sendi víst eitthvað góðgæti með þeim. Oh ég hlakka svo til.

jæja ég er farin að liggja í móki upp í sófa....
Og hafiði það!

Engin ummæli: