föstudagur, nóvember 07, 2003

Til hamingju með afmælið Pabbi

Ég er ekkert smá vinsæl..... fyrir klukkan 10 hringdu 5 manns í mig!! Nokkuð ótrúlegt.... að vísu var einn að halda því fram að ég væri að selja bíl... en það skiptir ekki. Já já svo biðu mín fullt af skemmtilegum e-mailum.... meira að segja ekki forwardað dæmi. Ég ætti kannski að fara að tjekka á póstinum og athuga hvort ég eigi eitthvað þar. Verð að segja að það er mjöööög óvanalegt að fólk hringi í mig fyrir hádegi hvað þá svona margir.

Í dag höfum við Jonathan verið saman í heilt ár. Hann gaf mér ilmvatn...voðalega sætur... ég gaf honum tölvuleik. Síðan á að gera eitthvað huggó í kveld. Veit ekkert í hverju ég á að vera.... er ekki búin að vera dugleg við að þvo þvott undanfarið. Kannski ég seti í vél í dag....hver veit.


Og hafiði það!

Engin ummæli: