mánudagur, júlí 22, 2002

Ég rokka í rommý... ég og Katla og Hera spiluðum í nokkra klukkutíma í gær og ég vann! nanananana. Hera var orðin hálfhrædd við mig og Kötlu... nei þú mátt ekki taka þetta spil, nei bannað að leggja út núna....Katla er tapsár og ég vil bara vinna, ekki góð blanda þar.

Ég held ég hafi óverdósað af kaffi í gær....fyrsta lagi var ég að vinna á kaffihúsinu....ófáir expresso og lattear þar og einhverjar tilraunir. Kom heim, expresso sinnum of margir. Svo fór ég til Kötlu og við drukkum kaffi. Shit maaaaargir lítrar af kaffi. Og hvað var það fyrsta sem ég gerði í morgun audda fá mér kaffi. Þetta er ekki heilbrigt. Fyndna er að ég get alltaf sofnað þrátt fyrir óheilbrigða kaffidrykkju.

Ég ætla að reyna samt að vera geðveikt healthy úti... minnka kaffidrykkju, áfengisdrykkju og borða hollann mat.

Engin ummæli: