miðvikudagur, júlí 24, 2002

Endurfundir í gær!
Solla, Katla, Tinna og ég hittumst á Prestó. Slúðruðum og kjöftuðum og audda hlógum mjöööög mikið. Ég lenti náttúrulega í smá vinnu en það var fínt smá auka peningur.
Fengum aðeins að rugla í kærastanum hennar Tinnu en hann kom og sótti hana. Hann fær plús fyrir að taka okkur svona létt. Fínn gaur. Tinna fer ekki út fyrr en 21.ágúst vegna klaufsku sinnar í fótbolta. Fótbrotin og allt það.

Katla ætlar ekki að giftast Chris í Kaþólskri kirkju. Hann þykist vera kaþólskur en hallo ég og Katla högum okkur meira eins og kaþolikkar en hann.

Solla ætlar kannski að fara í Rhode Island school of Design...þá væri bara bróðurparturinn af þessum vinahóp komin til USA. Ú hittast öll einhversstaðar t.d. New York og djamma feitast!

Engin ummæli: