fimmtudagur, júlí 11, 2002

Fór á Linus Gauta (Línuskautarnir mínir heita það hér með) aftur í gær. Kaffi Nauthóll er æði!

hahahaha ég er svo fyndin (eða þannig) var að spjalla við múttu og spyr hana hvort hún þekkir einhvern sem heitir Línus. Hún alveg já já. Ok pældu í því að hann myndi skíra son sinn Línus Gauti og svo yrði þessi krakki alger línuskautafan.

Svindl eða öllu heldur samsæri.... ég vann ekki rauðvínspottinn í vinnunni og heldur ekki í happdrætti háskólans. Sko ég hef einu sinni unnið í HHÍ síðan ég byrjaði að kaupa miða og það var fyrsti mánuðurinn sem ég tók þátt. Það var sama dæmið með rauðvínspottinn ég vann fyrsta skiptið sem hann var haldin. (hehe stofnaður að mínu frumkvæði) Nú er ég að hætta þannig númerið mitt er því laust aftur.

úúú ég og Íris ætlum að fara í mjólkurbúðina á morgun og versla fyrir Ísó-ferðina. En pældu í flugi á óguðlegum tíma klukkan 7:15 á laugardagsmorgni. Vonandi verða tvistarnir og Hekla í góðum fíling. Og náttúrulega allir hinir dreifararnir líka.

Engin ummæli: