miðvikudagur, júlí 17, 2002

Góðan daginn...
Eftir vinnu í gær var ég plötuð til að fara að spila Gettu Betur spilið. Ég var búin að sjá einstaklega ljúft kvöld fyrir mér.... ég liggjandi undir hlýju sænginni minni í þægilega rúminu mínu dreymandi um Ben Affleck steinsofandi sem sagt. En nei ég plötuð út. Ég er ömurlega léleg í svona spilum enda er ég ekki þessa spilamanneskja. Fékk nóg þegar ég var krakki að spila við bróður minn, hann var svo hrikalega tapsár að það var leiðinlegt að spila við hann. Í dag finnst mér bara ekkert gaman að þessu.

Ég kann ekkert í landafræði...þannig nei engar þannig spurningar, Ég man aldrei nöfn....þannig engar mannaspurningar, Ártöl ekki séns að muna þau, Ok ég gat svarað örfáum.

Þetta er einn af þessum dögum sem ég sofna fyrir framan tölvuskjáinn... af þreytu... alveg brjálað magn af vinnu sem bíður mín.

Engin ummæli: