mánudagur, júlí 29, 2002

Ekki sniðugt laugardagskvöld!
Kveðjupartýið mitt var heima hjá Þránni. Mikið mikið drukkið fórum svo í bæinn. Fór á Ara, Kaffibarinn, Kofann, Glaumbar og einhverja fleiri staði. Vill einhver segja mér hvernig sim-kortið mitt týndist en ekki síminn?

Fór svo að vinna í gær. Brjálað að gera og ég ein (í ekki sem besta ástandi). Náði loksins að hringja í eina stelpu og biðja hana um að koma. Kúnnarnir voru ýmist dónalegir eða þá að öskra á mig. Þá voru taugarnar á mér búnar að gefast upp. Ekki sem skemmtilegastur síðasti dagurinn í vinnunni. En ef fólk sér að manneskja er á haus og er ein að vinna þá hlýtur það að fatta að öskur og læti flýta ekki fyrir neinu.
Þegar ég var búin að vinna fór ég heim og uppí rúm og var þar þangað til í morgun.

Engin ummæli: