sunnudagur, júlí 21, 2002

Ég var farin að halda að síminn minn virkaði ekki. Ef ég hringdi þá fékk ég talhólf hjá öllum svo var enginn að senda mér sms né hringja. En allt í læ, hann er kominn í lag. Ég var bara ekki nógu vinsæl í dag, allir að vinna eða bralla eitthvað sniðugt. Svo eru allir að hringja aftur núna. Já ég var að sjá að þú hringdir í dag...allir í einu. Hva er ekki verið að djamma? nei ég er bara í nettu tjilli með settinu að horfa á imbann. Ha?! ertu veik?

Heil helgi og ég ekki að djamma neitt. I´m old! nei nei þetta er voða ljúft engin þynnka, kostar ekki neitt heldur. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn í langan tíma sem ég lýsi yfir djammlausri helgi og stend við það. Ohhh ég er svo stolt af mér.

Engin ummæli: