mánudagur, júlí 01, 2002

OK helgin liðin og audda er frá fullt af veseni að segja.... búin að ákveða að gera mig að fífli á hverju einasta djammi þangað til ég fer út. Tókst það um helgina. Hrebbna gerir skandala heitir þemaið í sumar!

Helgin
Á föstudag var ég búin að ákveða að vera voðalega róleg. En þá kom Katla beib í heimsókn og bauð mér í eitthvað partý hjá Starfsfólki kirkjugarðanna. Ég var ekki alveg á því að fara strax en sló svo til. Síðan mætti ég heim til hennar og það var byrjað að djúsa. ÚFF! Þegar við vorum komnar í partýið leit ég í kringum mig og sá að ég var virkilega ellismellur þarna inni.... smá þambdrykkja hjá mér og Kötlu...Hera var bara góð (að skima eftir álitlegu höstli ;) Katla var orðin ískyggilega drukkin. Hera búin að höstla og well ég bara ég. Vei þarna sé ég eitthvað fólk sem ég þekki.

Twilight zone
Tóti, Kjarri og Guðni fer aðeins að ræða við þá.... vei fólk á mínum aldri. Býð þeim á grímuballið næstu helgi.... já þeir spyrja eitthvað tilefni ég alveg já svona afmælis-kveðju-sumar-teiti. ÞAð var alveg já hvað ertu að flytja? Já ég er að fara til Florida í skóla....humm hann heitir FAU. Þeir alveg þú ert að djóka er þaggi.... ég alveg nei. Allavega þá kemur í ljós að Guðni og Tóti eru líka að fara í haust í þennan skóla. Fáranlegt af öllu fólki á Íslandi þá þekki ég þá. Æ vá mér brá allavega feitast. Skólinn var búinn að segja mér að ég væri sú eina sem er að fara í skólann í haust frá Íslandi. Búin að plana djamm 10. ágúst úti með þeim :D byttuskapurinn heldur áfram.

Komið niður í bæ
Förum á Ara því strákarnir mínir eru þar. Katla send heim vegna ofurölvunar og Hera fer líka heim. Tek aðeins höstlið hennar í gegn....þú veist vinkonuræðan: ef þú ferð illa með hana þá á hún ansi mikið af vinum sem færu þá illa með þig. Þannig enn og aftur var það ég og strákarnir á djamminu. Skandalaðist aðeins... Fórum út um allt í bænum! Hrebbna vibbalega full. Man samt næstum eftir öllu.

Vakna
Man að vísu ekki hvenær ég fór að sofa...en vakna um 11 reyna að redda mér fari heim... Eva snillingur er svo góð að sækja mig. Mamma vakandi þegar ég kem og dregur mig í golf. Fékk að vísu að fara í sturtu og svona en alveg full ennþá og dregin í golf. Ekki alveg það sem ég vildi. Ekkert smá erfitt!

Hanga í þynnku
Ok seinna förum ég og Katla og sækjum bílinn hennar. Ákveðum að taka nettann sukkvideóþema. Keyptum viðbjóðslega mikið af nammi og snakki og kóki og bjór og nokkrar spólur. Láum eins og skötur í sófanum. Þangað til ég varð veik. Gubbupestin aftur....og hálsbólga og hiti og kvef og þynnka og hausverkur.....ógeðslegt saman. Lá í rúminu allann daginn í gær líka. Er nú á leiðinni til læknis.

Engin ummæli: