miðvikudagur, júlí 31, 2002

Ég minni á gestabókina...

Já þetta dæmi að kveðja alla er ekkert smá mikið. Hitti fullt af liði í gær og allir að taka í höndina á mér eða knúsa mig bless. Í gær brunaði ég strax eftir vinnu til Rannveigar og knúsaði hana bless....nú er hún á leiðinni til Costa Del Sol í útskriftarferð. Síðan var það dinner með Sólveigu og Hörpu. Ú ekkert smá góður matur. Harpa fer norður í dag þannig bless Harpa. Eftir matinn tylltum við okkur á vegamót og Katla beib kom þangað. Minns fékk afmælisís og afmælisgjöf.....ég átti afmæli í júní. Betra seint en aldrei....takk Sólveig og Harpa.
Eftir að hafa sitið í reykmettuðu og mjööööög háværu andrúmslofti of lengi fór ég í heimsókn til Kötlu, kíkja á nýju uppsetninguna á íbúðinni. Spiluðum rommý og ég vann!
Skrítið ég meika alltaf að spila við Kötlu. Við erum báðar alveg nei þetta má ekki, ætlaru virkilega að leggja þetta út og hvað þykistu eiginlega vera að gera. Fólk vill örugglega ekki spila við okkur.

Engin ummæli: