Dagurinn í gær var ekkert sérlega skemmtilegur. Smá þynnka enn og aftur eftir kúreka og indjána partýið. En það var samt ekki ástæða ömurleikans.
Hrebbna nennti ekki að drullast í vinnuna fyrr en alltof seint... þannig ég vissi ég myndi ekki fara snemma að sofa. O well mæti í vinnuna audda var ég búin að taka að mér aukasvæði þar sem ég hafði aldrei komið áður. Ég byrja bara að vinna... með bilaða i-podinn minn sem hefur 9 lög inná honum en frýs ansi oft samt sem áður. Orðin svolítið sýrð á Outkast og Black Eyed Peas (af hverju voru það einu lögin sem náðu að hlaðast inn?) La la la lí gaman að ryksuga... humm hvaða lykt er þetta? Voðalega er þetta drasl kraftlaust. PÚFF! Ryksugan bræddi úr sér. Oh! Æði!
Jæja ég þekkti þetta nýja svæði ekkert neitt rosalega vel en gerði mitt besta... villtist aðeins um. Úps nei á ekki að fara þangað... nei ok þetta er út á gang... svona sem gengur og gerist þegar maður hefur ekki hugmynd hvar maður er.
Ég held bara áfram að þrífa og syngja með B.E.P. wonder if I´d take you home la la la. Ákveð að hlaupa út og reykja eina sígó. Meðan ég sit úti þá kemur securityið...damn! Já sem sagt kerfið fór í gang þegar ég opnaði einhverja hurðina...ekki heyrði ég neitt! Greinilega verið að syngja þegar kerfið hljómaði. oh þannig það fór einhver hálftími í að redda því.
Hrebbna auli! Nennti svo ekki að vera þarna en audda ákkúrat þetta skipti er mánaðarleg gólfbónun...já einmitt eina skiptið sem langar svo ekki að gera neitt auka þá er massa auka.
Ég var þarna þrefalt lengur en venjulega vegna óheppni! Ég var svooo ekki hamingjusöm í gær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli