laugardagur, október 29, 2005

Halloween

Nohh bara komin helgi enn og aftur.

Kíkti á fredagsbar í gær að venju... nokkur í bekknum ákváðum að halda upp á Halloween ærlega þannig í kvöld ætlum við að hittast heima hjá einum, borða saman og drekka smá og fara svo í partý sem er haldið á bar sem við förum oft á. Þetta verður örugglega massa stuð.

Íris og Hulda koma svo á fimmtudag, hlakka þvílíkt til að sjá þær stöllur.

Ég þarf svooo að þvo þvott en vá hvað það er nú samt leiðinlegt... ég án djóks fór og keypti mér sokka þannig ég gæti frestað því aðeins að þvo. Svona er maður hrikalegur. Jæja best að drífa sig í þessu.

Engin ummæli: