Þá er kominn mánudagur.... úff þriðjudagur á morgun sem er dagurinn sem ég hata mest í vikunni. Þetta er orðið frekar slæmt þegar manni er farið að kvíða fyrir deginum. Hvað ætli gerist á morgun? Verð ég barin í metró af dverg með álfa eyru? Sef ég yfir mig í þúsundasta skipti? Týni ég einhverju eins og skónum mínum meðan ég er í þeim? Who knows!
Helgin er búin að vera æði....mikið tjill! Erna kom í heimsókn og náði að versla óheyrilega mikið í þessu stutta stoppi. Ég sýndi henni þetta helsta eins og maður gerir alltaf.... allt nema barina (sem ég kann best).
Annars fékk ég mér nokkra bjóra með Hinriki og Hildi í gær... það er ekki hægt að fara heila helgi án þess að fá sér öl. Fórum á einhvern stað sem er svoooo mikil snilld og ég barasta skil ekki af hverju danirnir mínir séu ekki búin að kynna þetta fyrir mig áður. Á þessum stað er hægt að fá frosin skot... mmmmm. Og spila tónlist sem ég fíla... who can ask for more?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli