þriðjudagur, október 04, 2005

mánudagar ekkert mál!

Úff ég sem hélt að mánudagar væru erfiðustu dagar vikunnar... ekkert miðað við þriðjudaga. Eins og ég talaði um daginn þá sef ég oftast yfir mig á þriðjudögum. Í dag vaknaði ég tímanlega og rauk út. Kem út á metróstöð, ok, nýbúin að missa af metró. Bíð og bíð svo loksins kemur annar... einhver gömul kelling fyrir framan mig er svo lengi að drulla sér inn og engin leið til að komast fram úr henni.... ég missi af metró!!!! Jæja 10 mín í næsta vegna einhverrar bilunar (á að vera mun styttra á mili)... rétt svo kemst inn í hann. Frekar þröngt og greinilegt að gellan sem stóð við hliðina á mér borðaði massa hvítlauk í gær.

Þetta er sko ekki búið.... þegar ég kem út úr metró sé ég strætóinn minn keyra í burtu! Fuck! Stend og bíð, verð pirraðri með hverri mínútu sem líður. Loksins kemur guli vagninn. Fer inn og hlamma mér í eitthvað sæti, akkúrat á liðamótunum (tvöfaldur vagn). Þá sem sagt lekur inn og eina fokking sætið sem var blautt var sætið sem ég hlammaði mér. Þannig nú er ég pirruð og blaut á rassinum og klukkið ekki nema 8.40! Vonandi verða ekki fleiri svona uppákomur í dag... annars á ég eftir að öskra.

Greinilegt að kaffidrykkja verður massíf í dag...

Engin ummæli: