Þá er orðið rólegt hjá manni enn á ný... í nokkra daga að minnsta kosti. Nú hef ég kjörið tækifæri til að þvo þvottinn (þið ættuð að sjá hverju maður er farin að vera í saman) og líka vaska upp (enn og aftur það allra leiðinlegasta sem ég geri) og þrífa íbúðina. Einstaklega skemmtilegt....
Já svona fyrst maður er byrjaður þá kannski væri sniðugt að hengja aðeins upp myndir og annað slíkt. Kaupa fleiri ljós og gardínur. Bara reyna að gera huggulegt hérna inni.
Annars er ég víst að fara að elda í kvöld en Sólveig og Elín Ása ætla að kíkja í heimsókn. Ég er búin að lofa að búa ekki til ofursterkar núðlur. Bara veit ekki alveg hvað ég á að elda. Mig dreymdi reyndar gúllas en það er aðeins og mikið vesen að búa það til.
Jæja to the laundryroom....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli