þriðjudagur, nóvember 01, 2005

íbúðin mín

Fór og tók smá flipp í IKEA í gær... sit núna með eitt stykki kommóðu í billjón pörtum á gólfinu. Ég elska húsgögn frá IKEA ódýrt og yfirleitt mjög flott hönnun... EEEEN ég þoli ekki að setja þetta drasl saman.

Þrátt fyrir púslið þá er íbúðin mín að verða svo sæt... keypti mér alvöru gardínur (ekki eitthvað sem ég föndraði), loftljós og fleira smá dót. Þyrfti eiginlega að taka myndir þegar allt er reddí til að sýna ykkur. Einstaklega Hrebbnuleg híbýli.

Jæja best að halda áfram að púsla...

Engin ummæli: